Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 85
KONUNGLEGAR ÁSTIR
83
skarti sínu, blíð og náttúrleg,
en tígule0" eins og drottningu
sæmir. Per Brahe ríkisráð leiðir
hana. Glæsimennska Eiríks kon-
ungs vekur engu minni athygli,
þjóðin dáir hann þrátt fyrir allt.
Kirkjan er fagurlega skreytt
sumarblómum. Olaus Petri erki-
biskup framkvæmir vígsluna.
Stór tjaldhiminn var borinn yfir
brúðhjónunum — og börnunum
tveim. Með þessu óvenjulega til-
tæki vildi konungur leggja á-
herzlu á, að þau væru skilgetin.
Eftir vígsluna syngur drengja-
kór, og meðan kallarar víðsveg-
ar um borgina kunngjöra að
prins Gústaf sé erfingi ríkisins,
heldur brúðkaupsfólkið til hall-
arinnar þar sem hátíðarhöldin
halda áfram til morguns. Kon-
ungurinn hefur ekki gleymt
borgurunum, á torginu eru heil-
ir nautsskrokkar steiktir á tein-
um og allir drekka eins mikið
öl og þeir geta torgað.
Daginn eftir er Karin krýnd
í Stórkirkjunni. Það hlýtur að
hafa verið áhrifamikil stund
fyrir hina átján ára gömlu lið-
þjálfadóttur, þegar hún kom út
við hlið eiginmanns síns með
kórónu svíadrottningar á höfð-
inu og mannf jöldinn hyllti hana.
Stund, já — en ekki meira. Tæp-
um þrem mánuðum síðar var
öll dýrðin búin.
Byltingin sem steypti Eiríki
af konungsstóli, hafði lengi ver-
ið undirbúin. Óánægjuefni skorti
ekki, einkum meðal aðalsins.
Duttlungafull harðstjórn hans,
blint traust hans á Göran Pers-
son, sem nú var aftur frjáís,
morðið á Sture og hin vanhugs-
aða herstjórn: allt hafði þetta
vakið sára reiði helztu aðals-
manna landsins.
Jóhann lét ekki nýgerðar sætt-
ir sínar við konung aftra sér
og honum reyndist auðvelt að
koma af stað byltingu með að-
stoð yngra bróður síns Karls.
Þeir umkringdu Stokkhólm og
29. september verður Eiríkur að
gefa yfirlýsingu um að hann
afsali sér völdum fyrir sig og
afkomendur sína. 1 staðinn lof-
aði Jóhann að hann skyldi fá
að halda Svartsjöhöll sem griða-
stað fyrir sig og f jölskyldu sína.
En það sveik hann. Konungur-
inn, drottningin og bömin voru
tekin til fanga og sett í ískalda
kjallarahvelfingu undir höllinni.
Göran Persson var tekinn af
lífi.
Daginn eftir lét Jóhann her-
togi útnefna sig til konungs. Á
fundi í Ríkisþinginu var sam-
þykkt að Eiríkur skyldi hafður
í haldi meðan hann lifði, en
„konunglega haldinn". Hvort
þeirri samþykkt hefur verið
fylgt, er ekki ljóst, en víst er
að fangavist hans var ekki sam-
bærileg við fangavist Jóhanns
og konu hans á Gripsholm. Sjálf-
ur skrifar Eiríkur: „Hver hefði
ímyndað sér að bróðir gæti vald-
ið slíkri eymd“.
En Karin hafði hann — og
hverja þýðingu hún hafði fyrir
hann mun enginn geta gert sér