Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 83

Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 83
KONUNGLEGAR ÁSTIR 81 litsfarða og -duft notar hún ekki. Konungurinn, sem hefur óbeit á slíku, skrifar að hún hafi „ófalsaðan hörundslit“. Þess hefði mátt vænta, að öll þessi dýrð stigi henni til höfuðs, en jafnvel ekki svörnustu óvin- ir Eiríks hafa sakað Karin um hroka. 1 fyrstu lét konungsfjöl- skyldan hana afskiptalausa, en þegar þeim var orðið ljóst sam- band hennar og Eiríks urðu þau ævareið. Enginn gat skilið hvernig „fangavarðardóttir“ gat náð slíku valdi yfir þjóðhöfð- ingja, sem hafði hafnað drottn- ingum og prinessum, og brátt tóku að heyrast sögur um að hún væri göldrótt. Ástandið var uggvænlegt í ársbyrjun 1566. Svíþjóð var í stríði við Danmörku og Noreg, pestin geisaði, og Clas Horn, einn af dugmestu hershöfðingjum konungs, lézt úr henni. Fráfall hans var mikið áfall, stríðslukk- an snerist og konungur stóð uppi hjálparlaus. Oft áður hafði bor- ið á merkjum geðbilunar hjá honum og nú sótti að honum ákaft þunglyndi. Ekki gekk þó konungi allt á móti á árinu. Ríkisráðið gaf loks samþykki sitt til þess að konung- ur mætti ganga að eiga „hvaða konu sem hann kýs sér, án til- lits til stéttar". Hinn 15. október eignast Karin fyrsta barn sitt, Sigríði, og þegar Eiríkur kem- ur heim af vígvöllunum kvænist hann henni. En fyrst um sinn á að halda hjónabandinu leyndu. Hann er tortrygginn og óttast. um konu sína og dóttur. Það er ekki fyrr en í jólaveizlunni árið eftir, þegar Karin er langt gengin með annað barn sitt, að hann rís á fætur og tilkynnir að þau séu búin að vera gift lengi. „Allir gestirnir tóku því vel og erkibiskupinn staðfesti orð mín,“ skrifar hann í dag- bók sína. Þetta ár, 1567, vann Eiríkur eitt mesta ógæfuverk í lífi sínu. Göran Persson ráðgjafi hans taldi honum trú um að samsæri gegn honum væri í uppsiglingu, og lét hann þá handtaka og líf- láta marga aðalsmenn, þar á meðal Sture-greifana, vini sína. 1 bræði sinni lagði hann jafnvel sjálfur hönd að lífláti Nils Sture greifa. Það skeði í Uppsölum. Eftir ódæðið greip hann ofsa- hræðsla, hann flýði til skógar og fannst ekki í marga daga. Það var Karin sem fann hann loks — örmagna og tötrum klæddur fleygði hann sér kjökr- andi fyrir fætur hennar og fór með henni til Stokkhólms, hlýð- inn eins og barn. Karin hafði ár- angurslaust beðið hinum hand- teknu aðalsmönnum griða og nú grátbað hún Eirík að láta Jó- hann og konu hans laus. Hann lét að bænum hennar. Lítið grunaði hana þá hverjar afleið- ingar þess yrðu. Öllum var ljóst, að geðtrufl- un hafði gripið konunginn. Rík- isráðið tók stjórnina í sínar hendur og Eiríkur dvaldi ásamt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.