Úrval - 01.04.1953, Page 83
KONUNGLEGAR ÁSTIR
81
litsfarða og -duft notar hún
ekki. Konungurinn, sem hefur
óbeit á slíku, skrifar að hún hafi
„ófalsaðan hörundslit“.
Þess hefði mátt vænta, að öll
þessi dýrð stigi henni til höfuðs,
en jafnvel ekki svörnustu óvin-
ir Eiríks hafa sakað Karin um
hroka. 1 fyrstu lét konungsfjöl-
skyldan hana afskiptalausa, en
þegar þeim var orðið ljóst sam-
band hennar og Eiríks urðu þau
ævareið. Enginn gat skilið
hvernig „fangavarðardóttir“ gat
náð slíku valdi yfir þjóðhöfð-
ingja, sem hafði hafnað drottn-
ingum og prinessum, og brátt
tóku að heyrast sögur um að
hún væri göldrótt.
Ástandið var uggvænlegt í
ársbyrjun 1566. Svíþjóð var í
stríði við Danmörku og Noreg,
pestin geisaði, og Clas Horn, einn
af dugmestu hershöfðingjum
konungs, lézt úr henni. Fráfall
hans var mikið áfall, stríðslukk-
an snerist og konungur stóð uppi
hjálparlaus. Oft áður hafði bor-
ið á merkjum geðbilunar hjá
honum og nú sótti að honum
ákaft þunglyndi.
Ekki gekk þó konungi allt á
móti á árinu. Ríkisráðið gaf loks
samþykki sitt til þess að konung-
ur mætti ganga að eiga „hvaða
konu sem hann kýs sér, án til-
lits til stéttar". Hinn 15. október
eignast Karin fyrsta barn sitt,
Sigríði, og þegar Eiríkur kem-
ur heim af vígvöllunum kvænist
hann henni. En fyrst um sinn
á að halda hjónabandinu leyndu.
Hann er tortrygginn og óttast.
um konu sína og dóttur. Það
er ekki fyrr en í jólaveizlunni
árið eftir, þegar Karin er langt
gengin með annað barn sitt, að
hann rís á fætur og tilkynnir
að þau séu búin að vera gift
lengi. „Allir gestirnir tóku því
vel og erkibiskupinn staðfesti
orð mín,“ skrifar hann í dag-
bók sína.
Þetta ár, 1567, vann Eiríkur
eitt mesta ógæfuverk í lífi sínu.
Göran Persson ráðgjafi hans
taldi honum trú um að samsæri
gegn honum væri í uppsiglingu,
og lét hann þá handtaka og líf-
láta marga aðalsmenn, þar á
meðal Sture-greifana, vini sína.
1 bræði sinni lagði hann jafnvel
sjálfur hönd að lífláti Nils Sture
greifa. Það skeði í Uppsölum.
Eftir ódæðið greip hann ofsa-
hræðsla, hann flýði til skógar
og fannst ekki í marga daga.
Það var Karin sem fann hann
loks — örmagna og tötrum
klæddur fleygði hann sér kjökr-
andi fyrir fætur hennar og fór
með henni til Stokkhólms, hlýð-
inn eins og barn. Karin hafði ár-
angurslaust beðið hinum hand-
teknu aðalsmönnum griða og nú
grátbað hún Eirík að láta Jó-
hann og konu hans laus. Hann
lét að bænum hennar. Lítið
grunaði hana þá hverjar afleið-
ingar þess yrðu.
Öllum var ljóst, að geðtrufl-
un hafði gripið konunginn. Rík-
isráðið tók stjórnina í sínar
hendur og Eiríkur dvaldi ásamt