Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 106

Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 106
ÚRVAL, 104 drekka svona mikið af víni.“ Hann talaði mjög hægt, fallegt bókmál, talsvert réttar en hún, en dálítið vandræðalega. Hún skildi hann. „Takk,“ sagði Lucia. „En ég er í raun og veru orðin tuttugu og tveggja. Ætti ég ekki að drekka vín? Það gera allir. En ég drekk annars ekki mikið, bara svona tvö glös á kvöldi, og það er létt Bordeauxvín, gott vín, dálítið sætt. Finnst yður það of dýrt?“ „Nei, alls ekki,“ sagði Stefan- sen. „Ég sagði það ekki vegna þess.“ „Allt er orðið svo dýrt,“ sagði hún. „Vínið er allt of dýrt.“ Hún hallaði sér að honum, talaði lágt. „Þér skiljið, herra Dubois vill ekki að ég siti hér án þess að kaupa eitthvað. Þér skiljið það kannske?“ „Þetta er ekki staður fyrir yður, Lucia,“ sagði Stefansen al- varlega. Lucia starði forviða á hann og hló: „Nei, þér eruð skrítinn fugl,“ sagði hún. „Er nokkuð að því að vera hér? Kannske þér viljið ekki að ég sitji hjá yður?“ „Jú,“ sagði hann, „ég vil það. En þér ættuð ekki að vera hér. Eigið þér engan unnusta?" „Nei,“ sagði hún, „ég á engan unnusta. Ég átti einn, en hann var verri en enginn. Nú á ég sjálf það sem ég vinn mér inn.“ „Svo? Hafði hann peninga út úr yður? Það var meiri þorp- arinn.“ Lucia hló. „Og þér?“ sagði hún. „Vitið þér líka hvemig þetta er?“ „Já,“ bætti hún við hugsandi: „Flestar eiga unnusta . . . eða vinkonu. Ég á hvorugt." „Ég sé nú ekki betur, en að þér eigið fullt af vinum hér,“ sagði hann. „Já, en góðan vin? Er það ekki annað mál?“ Hún laut yfir borðið og sagði lágt: María og Georgette eru vinkonur.“ „Nú, já, en þér eigið líka marga vini . . .“ „Já, já, auðvitað. En þær eru vinkonur, svoleiðis. Skiljið þér ekki?“ „Jú,“ sagði hann, „jú, ég skil.“ Hann stakk upp á að þau færu út að ganga. Hún stóð strax upp og hvíslaði í flýti nokkr- um orðum að Maríu systur sinni. Hún gekk á undan honum út, stakk hendinni undir handlegg hans; gekk við hlið hans, létt- stíg og dillandi. Þau gengu fram hjá Sacre Cæur. Það var heitt, en dálítill andvari. „Fallegt,“ sagði hún. „Lítið þér á himininn, lítið þér á borgina . . .“ Hún hló og gaut til hans augunum. „Af hverju eruð þér svona alvar- legur?“ spurði hún. „Ja, ég er nú svona gerður . . .“ Ilún sneri andlitinu að hon- um. Hann kyssti hana, strauk á henni andlitið. Hún þrýsti hand- legg hans, hló aftur: „Þér eruð víst bezti maður,“ sagði hún. „Ég kann vel við yður. Maríu og Georgette lízt líka vel á yður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.