Úrval - 01.09.1953, Qupperneq 4
2
tJRVAL.
jöðrum eða við mýrarfláka. Og
það var langt á milli þeirra. Víð-
áttumikil landsvæði voru ó-
byggð. Það varð naumast séð
á húsunum hvort íbúarnir voru
fátækir eða ríkir. En lífið hélt
áfram; samfélagið óx og dafn-
aði og tók á sig fast form; lög
og reglugerðir voru samin fyrir
verzlun og ræktun, sambandið
við guði og anda og líf ættflokks-
ins. íbúar landsins voru ekki ein
þjóð; þeir skiptust í tvo þjóð-
flokka, og má enn í dag greina
landamærin milli þeirra.
Bændur og búalið lifði í nán-
um tengslum við árstíðirnar —
sáningu, uppskeru og slátrun —
en þeir voru þó ekki alveg án
sambands við umheiminn. Stöku
kaupmenn komu til þorpanna og
fáeinir útflytjendur hurfu heim
aftur og komu með ýmsa furðu-
lega hluti með sér. Við vitum,
að sumir ætflokkarnir notuðu í
véum sínum fórnarker úr silfri,
sem voru á stærð við baðker, og
smíðuð höfðu verið í Suður-
Rússlandi.
En suður í heimi gerðust mikl-
ir atburðir. Rómverska keisara-
dæmið hafði verið stofnað og
þandist nú í æskuþrótti sínum
út til allra hliða. Gallía varð róm-
versk, Cæsar fór yfir Rín, og
í Róm skrifaði Tacítus bók um
Tevtóna, hinn hávaxna, ljós-
hærða þjóðflokk, sem byggði
hina víðáttumiklu skóga Þýzka-
lands og löndin við Norðursjó,
sem fáir siðmenntaðir menn
höfðu heimsótt og þar sem ís-
bimir vom gráhærðir eins og’
menn og sjórinn var frosinn í
hellu þó að sólin settist þar
aldrei.
En Tacítus og aðrir rómversk-
ir rithöfundar skrifuðu mest um
löndin við Rín. Um Skandínavíu
vissu þeir sama og ekkert, og'
sennilega voru Skandínavar
jafnfáfróðir um Rómverja. Við
vitum, að Ágústus sendi skip
norður í höf og að þau tóku land
í Danmörku, og að íbúarnir
„beiddust vináttu Rómverja“.
Það er eins og við könnumst við
orðalagið úr samtíð okkar, og
við getum næstum getið okkur
til hvemig landgöngunni var
háttað. En við vitum aðeins um
þessa einu landgöngu.
Með þessuerekkisagt, að allt-
af hafi ríkt friður. Fornminja-
fræðingar segja, að oft hafi
verið róstusamt. Bæði Þjóðverj-
ar og Skandínavar höfðu þann.
sið að fórna herfangi þeim goð-
um, sem fært höfðu þeim sigur.
Öllu var fórnað — sverðum,
spjótum, skjöldum, öllum eigum
hins sigraða óvinar — og þess-
ir munir eru nú að koma fram
í dagsljósið úr mómýrum Dan-
merkur. Og þeir em ekki aðeins
sigurtákn frá skærum milli ætt-
flokka, heldur herfang herja á
hreyfingu, heilla þjóða í flutn-
ingum til nýrri og betri lands-
svæða. Hinir miklu þjóðflutn-
ingar náðu einnig til Danmerk-
ur. Við vitum lítið um hvað
gerðist, en nokkur verksum-
merki sjáum við. Vopn, hjálm-