Úrval - 01.09.1953, Qupperneq 5
2000 ÁRA GAMALT ANDLIT
3
ar og brynjur voru grafin í
helgar mýrar, ásamt verkfær-
um -— hömrum, heflum,. töng-
um, aktygjum og amboðum
— yfirleitt allt það, sem þjóð-
ir í flutningum þurftu að hafa
með sér. Hér lauk ferðinni,
og sverðin eru beygð, skildirnir
klofnir, spjótin brotin. Allt var
„drepið" áður en því var fórnað,
því aðeins „hið dauða“ komst
til goðheima. Auk þess var ekki
eins freistandi að stela af fórn-
unum ef þær voru skemmdar.
Jafnvel teningum og leikborð-
um hermanna var fleygt í mýr-
ina. Tacítus segir frá því, að
norðurlandabúar hafi haft yndi
af leikjum og teningakasti og
hafi oft kastað teningum dög-
um saman og telft um alla skap-
aða hluti — peninga, sverð og
aðrar eignir, konur og börn og
jafnvel sjálfa sig.
Nokkrir innflytjendur komu
sjóleiðis og drógu skip sín upp
í mýrarnar og hafa nokkur
þeirra varðveitzt fram á þennan
dag. Hrjúfur einfaldleiki ein-
kennir alla þessa muni: þeir
eru traustbyggðir — búsáhöld
og amboð og verkfæri fyrir
smiði og hermenn — en fátt
um skartgripi.
Þó að við vitum næsta lítið
umsögulegaviðburði þessatíma,
vitum við ýmislegt um daglegt
líf fólksins. Mataræðið var spart-
verskt og flest tínt til. Blóm
og smájurtir, sem nú eru talin
gagnslaus, voru tínd og fræ-
komum safnað; allt var nýtt.
Mjölgrautur var kannski búinn
til úr 10 til 20 frætegundum,
sem raunar voru næringaríkar,
en kostað hafði mikla fyrirhöfn
að safna. Eorn var óþekkt en
geitur, ær og kýr gáfu af sér
gott búsílag. Hænsnarækt hafði
verið tekin upp og dýraveiðar
og fiskveiðar gáfu góða björg
í bú.
Húsin voru hlý, en venjulega
aðeins ein löng stofa og voru
kýrnar í öðrum endanum en
fólkið í hinum. Uppi voru
hænsni, lömb og börn. Vefstóll
var á flestum heimilum og úr
grófgerðri ullinni voru ofin
klæði.
En vopn og verjur, amboð