Úrval - 01.09.1953, Page 22

Úrval - 01.09.1953, Page 22
20 'O'R VAL pottum og pönnum, tók námu- mannabúðir einar herskildi og knúði hina huglitlu námumenn til að stofna með sér félag. I annað skipti vakti hún athygli þjóðarinnar á hinni glæpsam- legu þrælkun barna í verksmiðj- unum. Hún gerði það með því að stofna til krossferðar barna, sem höfðu misst limi eða verið misþyrmt, og þessi börn voru lif- andi sýningargögn hennar á fjöldafundum í Philadelphíu, New York og öðrum borgum. Móðir Jones andaðist árið 1930, yfir 100 ára að aldri. Stál- verkfallið 1919 var síðasta stór- verkfallið þar sem hún hafði forustu. Þá var hún 89 ára göm- ul, en jafnvel þegar hún var orð- in hálftíræð starfaði hún meðal námumanna í Vestur-Virginía, sem þá áttu í verkfalli. Árið 1925 skrifaði Móðir Jones —- eða las kannski fyrir — æviminningar sínar. Kaflinn, sem hér fer á eftir, er tekinn úr þeim, og f jallar um barna-kross- ferðina. Vorið 1903 hélt ég til Kens- ington í Pennsylvaniu, þar sem 75 þúsund verkamenn úr vefn- aðariðnaðinum voru í verkfalli. 1 hópi þeirra voru að minnsta kosti 10 þúsund börn. Verka- mennirnir háðu verkfallið til þess að knýja fram hærri laun og styttri vinnutíma. Á hverj- um degi fékk verkalýðsfélagið heimsókn barna, sem höfðu misst hönd, þumalfingur eða einn eða fleiri aðra fingur. Þetta voru lítil, lotin og grindhoruð börn. Mörg þeirra voru innan við tíu ára, enda þótt lögin bönnuðu vinnu barna yngri en tólf ára. Ekkert var gert til að fram- kvæma lögin, og mæður þess- ara barna sóru oft rangan eið um aldur þeirra. Á einum stað sögðu t. d. 14 konur, mæður 22ja barna, sem öll voru yngri en tólf ára, að þær yrðu blátt áfram að velja á milli þess að svelta eða sverja rangan eið, því að feð- urnir hefðu farizt eða limlestst í námunum. Eg spurði blaðamennina, hvers vegna þeir skrifuðu ekki um barnaþrælkunina í Pennsyl- vaniu. Þeir svöruðu því til, að þeir gætu það ekki, því að iðju- höldarnir ættu hluti í blöðunum. — En ég á hluti í þessum litlu börnum, sagði ég, og ég skal sjá um að það verði skýrt frá meðferðinni á þeim. Dag nokkurn söfnuðum við saman hóp af drengjum og telp- um í Independencegarðinum í Philadelphiu og héldum síðan í fylkingu til ráðhússins, þar sem við ætluðum að halda fund. Mikill mannfjöldi safnaðist saman á torginu fyrir framan ráðhúsið. Ég kom limlestu drengjunum fyrir á palli — ég lyfti upp meiddum og bækluð- um höndum þeirra, sýndi mann- f jöldanum þær og sagði, að auð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.