Úrval - 01.09.1953, Page 22
20
'O'R VAL
pottum og pönnum, tók námu-
mannabúðir einar herskildi og
knúði hina huglitlu námumenn
til að stofna með sér félag. I
annað skipti vakti hún athygli
þjóðarinnar á hinni glæpsam-
legu þrælkun barna í verksmiðj-
unum. Hún gerði það með því
að stofna til krossferðar barna,
sem höfðu misst limi eða verið
misþyrmt, og þessi börn voru lif-
andi sýningargögn hennar á
fjöldafundum í Philadelphíu,
New York og öðrum borgum.
Móðir Jones andaðist árið
1930, yfir 100 ára að aldri. Stál-
verkfallið 1919 var síðasta stór-
verkfallið þar sem hún hafði
forustu. Þá var hún 89 ára göm-
ul, en jafnvel þegar hún var orð-
in hálftíræð starfaði hún meðal
námumanna í Vestur-Virginía,
sem þá áttu í verkfalli.
Árið 1925 skrifaði Móðir
Jones —- eða las kannski fyrir
— æviminningar sínar. Kaflinn,
sem hér fer á eftir, er tekinn úr
þeim, og f jallar um barna-kross-
ferðina.
Vorið 1903 hélt ég til Kens-
ington í Pennsylvaniu, þar sem
75 þúsund verkamenn úr vefn-
aðariðnaðinum voru í verkfalli.
1 hópi þeirra voru að minnsta
kosti 10 þúsund börn. Verka-
mennirnir háðu verkfallið til
þess að knýja fram hærri laun
og styttri vinnutíma. Á hverj-
um degi fékk verkalýðsfélagið
heimsókn barna, sem höfðu
misst hönd, þumalfingur eða
einn eða fleiri aðra fingur. Þetta
voru lítil, lotin og grindhoruð
börn. Mörg þeirra voru innan
við tíu ára, enda þótt lögin
bönnuðu vinnu barna yngri en
tólf ára.
Ekkert var gert til að fram-
kvæma lögin, og mæður þess-
ara barna sóru oft rangan eið
um aldur þeirra. Á einum stað
sögðu t. d. 14 konur, mæður 22ja
barna, sem öll voru yngri en tólf
ára, að þær yrðu blátt áfram að
velja á milli þess að svelta eða
sverja rangan eið, því að feð-
urnir hefðu farizt eða limlestst
í námunum.
Eg spurði blaðamennina,
hvers vegna þeir skrifuðu ekki
um barnaþrælkunina í Pennsyl-
vaniu. Þeir svöruðu því til, að
þeir gætu það ekki, því að iðju-
höldarnir ættu hluti í blöðunum.
— En ég á hluti í þessum
litlu börnum, sagði ég, og ég
skal sjá um að það verði skýrt
frá meðferðinni á þeim.
Dag nokkurn söfnuðum við
saman hóp af drengjum og telp-
um í Independencegarðinum í
Philadelphiu og héldum síðan í
fylkingu til ráðhússins, þar
sem við ætluðum að halda fund.
Mikill mannfjöldi safnaðist
saman á torginu fyrir framan
ráðhúsið. Ég kom limlestu
drengjunum fyrir á palli — ég
lyfti upp meiddum og bækluð-
um höndum þeirra, sýndi mann-
f jöldanum þær og sagði, að auð-