Úrval - 01.09.1953, Síða 24

Úrval - 01.09.1953, Síða 24
22 ÚRVAL, fjöldafund. Eg ákvað að fara til Roosevelts forseta (Theodors Roosevelt, forseti 1901—09) með börnin, og biðja hann um að sjá til þess að þingið sam- þykkti lög, sem bönnuðu barna- vinnu. Ég hélt, að þegar for- setinn sæi þessi börn, myndi hann bera þau saman við sín eigin börn, sem dvöldu um þær mundir í sumarhöllinni í Oyst- er Bay. Ég taldi líka rétt að við færum í kurteisisheimsókn til Morgans í Wall Street, en hann átti margar af námunum, þar sem feður barnanna unnu. Börnin voru himinlifandi. Þau fengu nóg að borða og böðuðu sig daglega í lækjunum og ánum. Mér varð hugsað til þess, að þegar verkfallinu væri lokið og þau héldu aftur til verksmiðjanna, myndu þau aldrei framar lifa slíkt sumar- frí. Hvar sem fylkingin fór um, komu bændurnir á móti okkur með fulla vagna af ávöxtum og grænmeti. Konur þeirra færðu okkur fatnað og peninga -—• og járnbrautar- starfsmennirnir stöðvuðu lest- irnar og létu okkur fá ókeypis far. Sweeny og ég héldum oft á undan til borganna, til þess að útvega gistingu fyrir börnin og húsnæði fyrir fundahöld. Við vorum komin að útjaðri borgarinnar New Trenton í New Jerseyfylki, þegar lestin staðnæmdist. Eimreiðarstjór- inn kom til okkar og sagði, að lögreglan væri á leiðinni til þess að tilkynna okkur, að við mættum ekki koma inn í borg- ina. Þetta var verksmiðjubær og verksmiðjueigendurnir voru ekki sérlega hrifnir of komu okkar. Eg svaraði: — Þetta hittist vel á, lögreglan kemur einmitt þegar við ætlum að fara að borða. Og lögreglan kom líka og við buðum lögreglumönnunum til snæðings með okkur. Þeir horfðu á litlu börnin sem þyrpt- ust kringum þvottapottinn með pjáturdiska sína og krukkur. Þeir brostu bara og töluðu vin- gjarnlega við börnin, en minnt- ust ekki með einu orði á að við mættum ekki koma til borgar- innar. Við fórum inn í borgina og héldum fundinn, og þeir sem sáu börnunum fyrir gistingu um nóttina og sendu þau aftur til okkar um morguninn með rausnarlegan nestisböggul — það voru konur lögreglumann- anna. Við héldum víða fundi og sýndum börnin sem lifandi tákn um skelfingar barnaþrælk- unnar. Á einum stað lýsti borgar- stjórinn því yfir, að við gætum ekki haldið fund, af því að hann gæti ekki séð okkur fyr- ir nægilegri lögregluvernd. — Þessi litlu börn hafa aldrei komizt í kynni við neinskonar vernd, sagði ég — og þau eru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.