Úrval - 01.09.1953, Page 25

Úrval - 01.09.1953, Page 25
MÖÐIR JONES 23 'vönust því að bjarga sér án hennar. Hann leyfði okkur að halda fundinn. Eina nótt, þegar við vorum stödd í Princeton, sváfum við í stórri hlöðu á búgarði Grover Cleverlands. Hitinn var óþol- andi. Mörgum börnunum leið ákaflega illa, því að þessi litlu skinn voru ekki hraust. Þá bað eigandi bezta gistihússins mig að finna sig. — Móðir, sagði hann, biðjið um alt sem þér þarfnist handa hernum yð- ar, þér skuluð ekki þurfa að borga neitt fyrir það. Ég kom að máli við borgar- stjórann í Princeton og bað hann að leyfa mér að halda ræðu fyrir framan háskólann. Ég kvaðst ætla að tala um æðri menntun og borgarstjórinn gaf mér leyfið. Það safnaðist sam- an múgur manns — prófessor- ar, stúdentar og óbreyttir borg- arar. Ég sagði þeim, að þeir ríku sviftu þessi litlu börn sér- hverjum möguleika jafnvel til hinnar allra minnstu menntun- ar, til þess að þeir sjálfir gætu sent syni sína og dætur í æðri skóla. Að þeir notuðu hendur og fætur litlu barnanna, til þ>ess að þeir gætu keypt bíla handa konunum sínum og kjölturakka handa dætrunum, svo að þær gætu talað við þá á frönsku. Ég sagði, að verk- smiðjueigendurnir tækju næst- um kornbarnið í vöggunni. Og ég sýndi prófessorunum börnin í hernum okkar, börnin, sem tæplega voru læs eða skrifandi, af því að þau urðu að vinna tíu stundir á dag í silkiverk- smiðjum Pennsylvaniu. — Hérna er kennslubók í hagfræði, sagði ég, og benti á lítinn snáða, James Ashworth, sem var ekki nema tíu ára, en lotinn eins og öldungur, af því að hann hafði orðið að bera 75 punda þunga garn- vöndla. — Hann fær 3 dollara á viku, og systir hans, sem er fjórtán ára, fær sex. Þau vinna tíu stundir á dag í teppaverk- smiðju, en börn auðkýfing- anna fá æðri menntunina. Frá Jersey City héldum við til Ploboken. Ég sendi nefnd til Elsteins, lögreglustjórans í New York, til þess að fá leyfi hans til að fylkingin mætti fara upp eftir Fjórðu götu til Madisontorgsins, þar sem ég ætlaði að halda fund. Lögreglu- stjórnin neitaði okkur um leyf- ið og harðbannaði okkur að koma inn í borgina. Þá fór ég sjálf til New York og talaði við borgarstjórann, Seth Low. Borgarstjórinn var hinn vingjarnlegasti, en kvaðst ekki geta tekið aðra afstöðu en lögreglustjórinn. Ég spurði hann um ástæðuna til þess að okkur væri meinað að koma til borgarinnar, og hann svaraði því til, að við værum ekki borgarar í New York. — Ég hugsa að við komumst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.