Úrval - 01.09.1953, Síða 29
„Breeder“-reaktorinn, merkasta nýjungin
í kjamorkuvísindum, mun aS öiliun lik-
indum gera aS veruleika drauminn —
Um hagnýtingu kjarnorkunnar
í friðsamlegum tilgangi.
Grein úr „London Calling“,
eftir Sir Jolm Crockcroft.
A.Ð er algengt að heyra
menn tala um, að við stönd-
um á þröskuldi atómaldarinnar
— þess tímabils í sögu vorri
þegar atómorkan kemur í stað
þeirra orkulinda, sem nú eru
notaðar, og veldur byltingu í
heiminum.
En þetta er röng hugmynd
og skal ég nú reyna að skýra
hversvegna hún er röng.
Tilraunir vorar til að hag-
nýta atómorkuna í friðsömum
tilgangi miða ekki að því að
finna orkulind, er sé ódýrari
en þær orkulindir, sem vér höf-
um nú, þ. e. kol, olíu og vatns-
Sir John Crockcroft var annar
þeirra tveggja vísindamanna, sem
fyrstir klufu atómið. Það gerðist
árið 1932, og samstarfsmaður Crock-
crofts var dr. Ernest Walton. Þeir
voru þá aðeins 34 og 29 ára gamlir.
Árið 1951 fengu þeir í félagi Nóbels-
verðlaunin í eðlisfræði. Sir John
Crockcroft er nú formaður í rann-
sóknarnefnd brezku landvarnanna og
forstjóri brezku atómrannsókna-
stöðvarinnar í Harwell.
föll, heldur að því að full-
nægja hinni síauknu orkuþörf í
heiminum. Sú aukning er svo
rnikil, að vér sjáum ekki fram
á að hinar gömlu orkulindir
geti enzt lengi — eða að auk-
in nýting þeirra geti fullnægt
eftirspurninni.
Atómorkan mun þannig verða
eitt þeirra tækja, sem í fram-
tíðinni verða notuð til að halda
hjólunum gangandi — í bók-
staflegri merkingu — og ætlun
mín með þessari grein er að
fræða yður örlítið um þau
vandamál, sem bíða þeirra
tæknifræðinga og vísinda-
manna, sem vinna að því að
finna aðferð til að framleiða
gagnlega og nothæfa hita- og
hreyfiorku með hjálp atóm-
orkunnar — eða kjarnorlcunn-
ar svo að rökréttara orð sé
notað.
Kjarnorkan er, eins og nafn-
ið bendir til, „sótt“ í kjarna
atómanna. Atómið er samsett
af prótónum, njútrónum og
elektrónum; prótónumar og
4*