Úrval - 01.09.1953, Síða 31

Úrval - 01.09.1953, Síða 31
UM HAGNÝTINGU KJARNORKUNNAR 29 íumatómunum. Við það magn- ast njútrónuútgeislunin frá úr- aníumstöngunum og þar með er keðjuverkunin komin í gang. Sú orka, sem leysist úr læð- ingi í hvert skipti sem njútróna klýfur aðra njútrónu úr atóm- kjarna, kemur fram sem hiti. Þegar reaktorinn er í gangi, myndast geysilegur hiti í honum — raunar alveg eins og í ofni sem brennt er kolum í — og ef við viljum breyta hitanum í aðra tegund orku, þá verðum við að nota hann til að breyta vatni í gufu og láta hana knýja gufu- túrbínu. Þetta virðist vera ósköp ein- falt, en það á hér við eins og á mörgum öðrum sviðum, að fræðikenning og framkvæmd hennar er sitt hvað. „Eldsneytið", sem við notum er sem sagt úraníum — annað hvort í stöngum eða sem duft — og úraníum er mjög dýrt eldsneyti. Á hinn bóginn er það mjög drjúgt. Einn skammtur í reaktor getur haldið honum gangandi í meira en tíu ár. Úraníum er til í náttúrunni í tveim gerðum: létt úraníum og þungt. Létt úraníum köllum við úraníum 235 (af því að í at- ómkjarna þess eru 92 prótónur og 143 njútrónur: 92 + 143 — 235), og það er í rauninni að- eins það, sem við getum notað til eldsneytis í reaktorum okkar. Úraníum 238 (með 92 prótónum og 146 njútrónum) vill ekki „brenna“; segja má, að sem „eldsneyti" sé Sami munur á léttu og þungu úraníum og á kolum og flögusteinum — og hverjum dettur í hug að setja flögusteina í ofninn? En þetta er slæmt, því að létt úraníum finnst aðeins í þungu úraníum, og aðeins mjög lítið af því. Ef við tökum úraníumbút, sem veg- ur 140 grömm, þá eru 139 grömm af honum þungt úran- íum, en aðeins eitt gramm úr- aníum 235. Af þessu er aug- ljóst, að sé venjulegt úraníum dýrt, þá er úraníum 235 enn dýrara. Annað vandamál, sem skap- ast við „úraníumbruna' ‘, er það, að „askan“ sem myndast þegar úraníum 235 „brennur“ í reakt- ornum er geislavirk — svo mik- ið geislavirk, að lífshættulegt er að verða fyrir geislum hennar. Þessvegna verður að byggja ut- an um reaktorinn þykkt stein- steypuhylki, og einnig verður að gera sérstakar varúðarráðstaf- anir þegar hin geislavirka „aska“ er losuð úr reaktomum. Það eru til að minnsta kosti fernskonar reaktorar, sem verð- ur hægt að nota þegar vinna á kjarnorku til að láta hana fram- leiða nothæfa orku. Ein tegund- in er endurbætt gerð stærri reaktorsins í Harwell. Við not- um nú hitann, sem myndast í Harwell reaktornum til þess að hita upp húsin okkar og til að hita upp vatn. Við erum sem stendur að búa til endurbætta gerð hans, og verður ef til vill
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.