Úrval - 01.09.1953, Síða 35
Eru þeldökkar þjóöir eftirbátar
hvítra þjóöa?
Grein úr „Vi“,
eftir Gunnar Joliansson, lektor.
MEÐ bókarflokknum The
Race Question in Modern
Science (Kynþáttamálin og vís-
indi nútímans) hefur Menn-
ingar- og vísindastofnun Sam-
einuðu þjóðanna (UNESCO)
leitast við á undanförnum ár-
um að útbreiða hlutlæga þekk-
ingu á kynþáttamálum. Ný-
lega kom út útdráttur úr þess-
um bókaflokki, litprentaður og
myndskreyttur bæklingur undir
nafninu What is Race? (Hvað
er kynþáttur?). Því miður er
hann aðeins til á ensku og
frönsku, og fær því naumast þá
útbreiðslu, sem æskilegt væri.
Stærsti þrándur í götu lýð-
ræðisins í heiminum er sú al-
genga skoðun, að sumir kyn-
þættir séu eftirbátar annarra,
og þeim beri því ekki sömu rétt-
indi. Broslegt er, að þeir sem
hafa þessa skoðun telja alltaf
sinn kynþátt öðrum fremri.
Skýrasta dæmið um gagnkvæma
fyrirlitningu er hin ógeðfellda
lítilsvirðing sem hvítir menn
sýna Indíánum, og hin tak-
markalausa andstyggð sem
Indíánar hafa á siðferði hvítra
manna.
Yfirburðakenndina má líta á
sem frumstæða tegund sjálfs-
upphafningar eða blátt áfram
sem skammsýna eigingirni, og
hún getur komizt svo hátt í
menningunni, að vera talin til
vísinda. Hinir þýzku kynþátta-
fræðingar aðhylltust næstum
með tölu skoðunina um yfir-
burði hins „ariska kynstofns“
og reyndu að bregða yfirskyni
hlutlægni yfir fræði sín. Þessar
stjórn Sir Christopher Hintons,
fylgjast með árangrinum, svo
að þeir geti hagnýtt sér þá
vitneskju, sem tilraunirnar
veita, við byggingu orkuvers-
ins.
Lokaárangurinn verður svo
væntanlega sá, að einn góðan
veðurdag höfum við eignast
álitlegan fjölda kjamorkuvera,
sem þó munu ekki koma í stað
þeirra raforkuvera og annarra
orkuvera, sem við eigum nú,
heldur verða viðbót við þau.