Úrval - 01.09.1953, Side 54

Úrval - 01.09.1953, Side 54
52 TJR VAL á blómvendi. Öðru hverju hall- aði hún sér aftur á bak í stúk- unni og skoðaði þá sem sátu niðri í salnum gegnum lonéttur sínar, brosti við þeim ungu mönnum sem hún þekkti en forðaðist að horfa á lagskonur þeirra. Fylgdarmaður hennar í þetta skipti var ungur maður af sveitaaðli, sem bersýnilega var kominn til Parísar til að eyða arfi sínum og svalla. Hann ljómaði af stolti yfir því að fá að sýna sig með henni og var ákaflega stimamjúkur við hana. En þrátt fyrir hina dýru stúku, sem kostaði jafnmikið og nægja mundi heilli fjölskyldu til fram- færis í marga mánuði, og þrátt fyrir skrautgripina og skart- klæðin og stimamýkt mannsins, mátti sjá að henni leiddist. Hún var dauðþreytt og leið á þessu öllu. Og áður en sýningin var hálfnuð reis hún á fætur og fór út. Ungi maðurinn fór á eftir henni, en var bálreiður á svip- inn. Hann hafði keypt stúkuna til þess að láta sjá sig með lienni . . . “ Veslings Marie Duplessis! Hún var veik og henni fannst hún vera einmana mitt í öllum glaumnum kringum sig. Um það bera vott hin angurværu bréf hennar til eiginmannsins. ,,Eg er þreytt og einmana. Getum við hittst í kvöld? Sendu mér svar. Ég bíð eftir því og kyssi augu þín þúsund sinnum . . . Skrifaðu mér, ; segðu að þú minnist vináttu okkar og að þú fyrirgefir mér. Vertu sæll. Fyr- irgefðu mér. — Þín Marie.“ En de Perregaux virðist ekki kæra sig um hana lengur. Hann er mest á ferðalögum um þessar mundir. Marie verður æ veiklu- legri. Gagnrýnandinn Paul de Saint Victor, sem hitti hana, lýsir henni þannig: „Það var eins og hörund hennar, sem áð- ur var bjart, brynni í hitasótt. Hitasóttarroði brann í tálguðum vöngum hennar, og kringum augun voru dökkir baugar. En föt hennar voru jafnskrautleg og áður, þau voru í hrópandi mótsögn við útlit hennar. Hún dansaði af ákefð, næstum með hrifningu, eins og hún vildi reyna að gleyma.“ Til þess að reyna að fá bót á sjúkdómi sínum leitaði Marie suður á bóginn og dvelur á heilsulindarstöðum eins og Bad- en, Spa og Wiesbaden. En hún er nú orðin helsjúk. Hún skrif- ar manni sínum og sárbiður hann á ný um vináttu hans. I~Iún verður æ meiri einstæðingur. Þegar hún kemur aftur til Par- ísar úr síðustu ferð sinni er hún aðeins í fylgd með herbergis- þernu sinní. Eigur hennar ganga óðum til þurrðar. Stackelberg, hinn aldraði greifi, virðist hafa kippt að sér hendinni. Lækn- arnir berjast fánýtri baráttu gegn sjúkdómnum, sem nær æ sterkari tökum á henni. Hún vill ekki deyja, en heldur sér dauðahaldi í lífið og sækir ó- peruna þó að hún sé sársjúk.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.