Úrval - 01.09.1953, Side 56
Grein úr „The American Printer",
eftir Michael Schully.
AÐ var í prentsmiðju New
York-blaðsins „Tribune“
þann 3. júlí 1886. Þrjátíu
og tveggja ára gamall þýzk-
ur innflytjandi sat við „borðið“
á undarlega samansettri vél úr
pípum, sveifum, hjólum og mót-
um. Hann setti vélina af stað
og hún skrölti, tifaði og snerist
og spýtti úr sér þunnum málrn-
bút af sömu lengd og lína í
fréttadálki dagblaðs. Á yfirborð
málmbútsins voru átta orð mót-
uð úr skínandi björtu letri.
Whitelaw Reid, útgefandi „Tri-
bune“ Ijómaði allur, er hann
handlék hinn bjarta málmbút.
„Þér hefur tekizt það, Ott-
mar!“ hrópaði hann. „A line o’
type!“ (Lína úr letri). Þessi upp-
hrópun, er spratt af hrifningu
útgefandans, varð nafnið á á-
hrifamestu vél síns tíma, Lino-
type Mergenthalers.
Þegar prentarar sáu þessa
galdravél vinna verk sjö manna,
urðu þeir skelkaðir og úthróp-
uðu hana sem atvinnuspilii.*)
Eins og eðlilegt var, áttuðu þeir
sig ekki á þeim áhrifum, sem
vélin hafði síðar á iðn þeirra.
Linotypevélin skapaði hundruð
iðngreina og milljónir verkefna.
Og það sem var ennþá þýðing-
armeira — hún auðveldaði út-
breiðslu á þekkingu og dreifingu
á allskonar vitneskju til fjöld-
ans, svo að ein kynslóð tók meiri
framförum í bóklegri þekkingu
en áður á heilli öld.
Áður en Mergenthaler fann
upp undravél sína, voru útgef-
endur í hinu argvítugasta öng-
þveiti með setningarafköst.
Prentvélin gat prentað 25 þús-
und eintök á klukkutímanum,
en setjarinn vann ennþá verk sitt
á sama hátt og hann hafði gert
alla tíð frá því að Jóhann Guten-
berg fann upp lausaletrið um
1450 — með bví að tína stafina
einn og einn upp úr leturkass-
anum og setja þá saman í orð
og setningar. Þessi sníglaaðferð
*) 5>egar fyrsta Xjinotypevélin
fluttist hingað til Islands, árið 1914,
fengu íslenzkir prentarar illan bifur
á henni, eins og amerískir stéttar-
bræður þeirra á sínum tíma; töldu
hana mundu eyðileggja atvinnumögu-
leika stéttarinnar. En einnig hér hef-
ur afkastageta vélarinnar skapað ný
verkefni og nýja möguieika. — Þýð.