Úrval - 01.09.1953, Page 57

Úrval - 01.09.1953, Page 57
FURÐUVÍÍL, MERGENTHALERS 55 í vinnubrögðum útheimti svo marga menn og mikið lausalet- ur, að stærstu dagblöðin urðu að láta sér nægja 8 síðna stærð. Tímarit voru fá, lítii og dýr, og skólabækur gengu í arf frá kyn- slóð til kynslóðar. Um 1880 áttu tiltölulega fá bókasöfn í Ame- ríku fleiri en 300 bækur. Síðan fyrsta einkaleyfið á ,,setningarvél“ var veitt, árið 1822, hafði kapphlaupið um að skapa nothæfa vél til setningar leitt af sér 100 misheppnaðar tilraunir. Nokkrar þeirra kom- ust kaldhnæðnislega nærri tak- markinu. Mark Twain, hinn heimsfrægi rithöfundur, tapaði of fjár á stuðningi sínum við eina slíka völundarsmíð, er í voru 18.000 hlutir og kostað hafði 1 millj. og 500 þús. dali að smíða. Uppfinningarmaður- inn einn gat stjórnað tröllinu og tveir aðstoðarmenn hans urðu sinnisveikir af að fást við Aana. Flestir þessara uppfinninga- manna höfðu leitazt við að smíða vél, sem ynni starfið á sama hátt og prentarinn gerði, að tína upp hvern einstakan staf og raða þeim í orð og setningar. Það var Mergenthaler til góðs, að hann kunni ekkert í starfi prentarans og var því laus við viðhorf setjarans. En í stað þess bjó hann yfir skapandi hugvits- semi og vélfræðiþekkingu, og hafði að bakhjalli ágætan styrkt- armann ýmissa uppfinninga, er James O. Clephane hét. Þessir tveir menn hittust fyrst 1876, þegar Mergenthaler vann í verksmiðju í Baltimore, er bjó til fíngerðar vélar af ýmsu tagi. Clephane var dómstóla-hraðrit- ari. Hann hafði iðulega heim- sótt einkaleyfaskrifstofuna í leit að áhaldi, er gæti flýtt starfi hans, og þá komizt í samband við þá Densmore og Shole og hvatt þá til að endurbæta upp- finningu sína á ritvélinni. í þetta sinn kom hann til Baltimore með ófullgerða vél til f jölritunar, sem hann vonaðist eftir að flýtt gæti prentun réttarskýrslna. Mergen- thaler gat gert vélina gangfæra, en hún flýtti ekkert fyrir prent- uninni. Þá var það, að Clephane fór eitt sinn að lýsa fyrir honum hugmynd að vél, — stórri rit- vél, er mótaði stafi í pappastrim- il, er þannig yrði að móti, sem steypa mætti í heila iínu í einu lagi. Yrði þetta framkvæman- legt ? Mergenthaler hristi höfuð- ið: Leturflöturinn yrði ósléttur og steypan myndi loða við mótið. Þegar Clephane hélt fast við hugmynd sína, smíðaði snilling- urinn tækið eftir lýsingunni. Hugvitssemi og snilli Mergen- thalers færði þá nærri takmark- inu, en gallar þeir, sem hann hafði séð fyrir, endurtóku sig sífellt. „Við verðum að finna aðra leið,“ sagði hann að lok- um. Clephane og nokkrir aðrir mjmduðu hlutafélag til þess að kosta tilraunir Mergenthalers.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.