Úrval - 01.09.1953, Page 61
„Ekkerí er allt, sem sýnist.“
Grein úr „Science Marches On“,
eftir Jokn R. Saunders,
starfsmann í Náttúrugripasafni New Yorkborgar.
IEINU ljóði hins ástsæla
skálds Williams Gilbert,
þess sem samdi óperettutexta
og ljóð við tónlist Sir Arthurs
Sullivan (Gilbert og Sullivan),
er þessi hending: „Things are
seldom what they seem“ (Ekki
er allt sem sýnist). Þessi orð
túlka sem bezt má verða af-
stöðu vísindamannsins til fyr-
irbrigða náttúrunnar. Margir
koma til okkar í náttúrugripa-
safnið til að fá staðfestingu
eða skýringu á ýmsum undar-
legum fyrirbrigðum eða frá-
sögum af fyrirbrigðum. Margar
af þessum frásögnum eru svo
fjarri öllum veruleika, að við
flokkum þær hiklaust undir
það sem við köllum „ónáttúr-
lega“ náttúrufræði. Aðrar er
ekki jafnauðvelt að afgreiða,
og þá leitumst við við að gefa
eins skynsamleg og nákvæm
svör og unnt er.
Takið eftir, að ég segi ekki
„rétt“ svör, því að í vísindaleg-
um skilningi er sannleikurinn
afstætt hugtak, sem takmark-
ast af hinni takmörkuðu þekk-
ingu mannsins. En margar
þessar fyrirbrigðasögur, sem
við mundum flokka undir
„ónáttúrlega“ náttúrfræði, eru
lífseigar og skjóta upp kollin-
um aftur og aftur, þótt þær sétu
kveðnar niður. Tökum t. d. sög-
una um risabjórinn. Löngu fyr-
ir daga mankynsins var til á
meginlandi Ameríku bjórteg-
und, sem var meira en sjö fet
á lengd, eða helmingi lengri
en bjórinn sem nú lifir. En
þessi bjórtegund dó út fyrir
árþúsundum. Samt varð uppi
fótur og fit í Colorado fyrir
nokkrum árum þegar þar fund-
ust stubbar af trjám, sem nög-
uð voru sundur af bjórum í
rneira en átta feta hæð yfir
jörðu. Nú er meðalstór bjór um
þrjú og hálft fet á lengd og
þar af er skottið að minnsta
kosti eitt fet, og þótt hann
stæði á stífu skottinu, sem
hann getur raunar ekki, mundi
hann ekki geta nagað sundur
tré í meira en fjögra feta
hæð.
Hvernig var þá hægt að