Úrval - 01.09.1953, Síða 68

Úrval - 01.09.1953, Síða 68
66 TJRVAL yfir augu hans, bundu fyrir þau, huldu þau með málmþynnum, innsigluðu þau jafnvel með collodium. Til þess að koma í veg fyrir að hugsanaflutningur gæti átt sér stað, völdu þeir bækur, sem enginn þeirra hafði lesið, lögðu þær fyrir framan Kuda Bux og báðu hann að lesa. Hann var aldrei í neinum vand- ræðum með það. Kuda Bux sýndi þessum lækn- um líka, að hann gat látið hjarta sitt hætta að slá. „Takið á slagæðinni," sagði hann við dr. Phillips. Svo var eins og líkami manns- ins stirðnaði upp, munnurinn herptist saman og einbeitnis- svipur kom á andlit hans. Hjart- að hætti að slá. Hjartalínurit staðfesti, að fyrirbrigðið hafði gerzt í raun og veru. 1 augum læknanna var stöðv- un hjartastarfseminnar einung- is vottur um frábæra vöðva- stjórn. En að sjá án augna, það gerði þá alveg ruglaða í rím- inu. Frá vísindalegu sjónar- miði var það ómögulegt. En þeir urðu að játa, að Kuda Bux gat gert það. Það var, vægast sagt, furðulegasta fyrirbrigðið, sem þeir höfðu kynnzt, og þeir gátu alls ekki skýrt það. Ég hafði mikinn hug á að vita, hvernig Kuda Bux gerði grein fyrir þessari sérgáfu sinni. Ég mælti mér því mót við hann í London og bað hann að segja mér alla sögu sína. Hann sagði hana blátt áfram, án þess að ýkja, að því er virtist. Ég hafði það einhvernveginn á til- finningunni, að hann segði að öllu leyti satt og rétt frá. Hér fer á eftir sagan sem hann sagði mér: ,,Eg er Indverji, Hindúi, fæddur í Akhnur í Kasmír árið 1905. Ég er kominn af allmennt- uðu millistéttarfólki. Faðir minn er verkfræðingur. Þegar ég var þrettán ára gamall, kom indverskur töframaður í skól- ann til okkar og hélt sýningu. Ég man að hann kallaði sig Moor prófessor — allir ind- verskir töframenn kalla sig pró- fessora — og ég man líka, að töfrabrögð hans voru ágæt. Ég varð stórhrifinn. Ég hélt að hann væri ósvikinn galdramað- ur. Mig langaði ákaflega mikið til að læra þessa galdragáfu, og þess vegna strauk ég að heim- an tveim dögum seinna, stað- ráðinn í að hitta Moor prófess- or og slást í för með honum. Ég tók með mér alla spariskilding- ana mína, fjórtán rúpíur. Þetta var árið 1918 og ég var þá þrett- án ára gamall. Ég frétti að Moor prófessor hefði farið til Lahore, tvö hundruð mílur í burtu, og ég held þangað á eftir honum með járnbrautarlest. Ég hitti pró- fessorinn í Lahore. Hann leikur þar töfrabrögð sín á mjög ó- merkilegri sýningu. Ég skýri honum frá hrifningu minni og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.