Úrval - 01.09.1953, Side 69

Úrval - 01.09.1953, Side 69
HIN FURÐULEGU AUGU FAKlRSINS 67 býðst til að verða aðstoðarmað- ur hans. Hann tekur tilboði mínu. Kaup mitt ? Átta anna (tæpar 3 krónur) á dag. Prófessorinn kennir mér að gera töfrabrögð með hringjum, og ég stend á strætinu fyrir framan leikhúsið og geri þessi brögð, og hrópa um leið til fólksins að það skuli koma í leikhúsið og sjá sýninguna. Mér líkar þetta vel í nokkrar vikur, það er miklu skemmti- legra en að vera í skóla. En þá verð ég fyrir hræðilegu áfalli — ég kemst að því, að Moor prófessor er enginn sannur galdramaður, þetta byggist allt á brellum og firnum handtökum. Jafnskjótt verður aðdáun mín á prófessornum að engu. Ég missi allan áhuga á starfinu, en jafn- framt fæ ég ákafa löngun til að kynnast raunverulegum galdri, skilja eitthvað í hinum kynlega töframætti sem kallað- ur er yoga. Ég var ekki trúaður. Að vísu er það rétt, að yogi er ávallt mjög heittrúaður, en því var ekki þannig varið með mig. Það hefði verið hægt að kalla mig svikara, því að þetta var ekki trúarlegs eðlis í mín- um augum, byggðist ekki á ein- veru og afneitun, þvert á móti. Mig langaði til að öðlast töfra- mátt yoga aðeins af tveim á- stæðum: Til þess að afla mér fjár og frama. En einmitt þetta tvennt myndi hver sannur yogi fyrirlíta meira en allt annað í veröldinni. Mér var því ljóst, að ef fyrirtæki mitt ætti að heppn- ast, yrði ég að látast vera mjög trúaður maður. Eftir tvo og hálfan mánuð hvarf ég frá Moor prófessor og hélt til Amritsar, þar sem ég réði mig hjá farandleikflokki einum. Ég varð að vinna fyrir mér meðan ég væri að leita leyndardómsins. Ég ferðaðist með þessum leikflokki í þrjú ár víðsvegar um Punjab. Þá var ég orðinn sextán ára gamall og hafði lagt fyrir mikið fé, tvö þúsund rúpíur. Nú þótti mér vera kominn tími til að hitta einhvern yoga að máli. Sex mánuðum seinna, árið 1922 fæ ég meðmæla- bréf til yoga nokkurs í Harda- war. Hann fellst á að veita mér tilsögn, af því að ég er með bréf- ið. Kennslan er fólgin í því að láta mig gera ákaflega erfiðar líkamsæfingar, sem allar stefna að aukinni stjórn á vöðvum og andardrætti. En er ég hef gert þessar æfingar í nokkrar vikur, verð ég óþolinmóður. Ég segi við yogann, að ég vilji efla and- legan mátt minn — en ekki hinn líkamlega. Hann svarar, að ef maður öðl- ist vald yfir líkamanum komi valdið yfir andanum af sjálfu sér. En ég vil öðlast hvortveggja í einu, og ég held áfram að nauða í honum. Loks segir hann: „Jæja, ég skal kenna þér fáeinar æfingar, sem munu gera þér hægara fyrir að ein-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.