Úrval - 01.09.1953, Page 75

Úrval - 01.09.1953, Page 75
HRAÐI L.ÍFSINS ég hef kynnzt — virðast til þess ætluð fyrst og fremst að mæla hugsanahraðann. Augljóst er, að við sem erum seinir að hugsa, erum mjög illa settir í lífsbar- áttunni, því að engum dettur í hug að ráða til starfa mann, sem ekki getur fylgzt með vél- unum eða mönnunum sem stjórna vélunum. En það sem mér er efst í huga núna er ekki svo mjög hagnýt notkun hug- ans, heldur notkun hans til að njóta lífsins. Til dæmis þegar ég fer í bíó, þá rennur allt saman fyrir mér, og eftir nokkrar mínútur verð ég að leita til konunnar minnar. Ég hvísla: „Er þetta sama stúlkan sem við sáum fyrst?“ Og hún hvíslar á móti: „Nei, það eru þrjár stúlkur í myndinni — ein há og ljóshærð, önnur lítil og ljóshærð, sú þriðja með- alstór og dökkhærð. Við skul- um kalla þær A, B og C. Sögu- hetjan er maðurinn, sem tekur ofan þegar hann kemur inn í hús, Hann á eftir að verða ástfang- inn af þeim öllum, fyrst af B, síð- an C og loks A.“ Og þetta reyn- ist rétt. Þarna er hugur, sem hefur þjálfað sig upp í að vinna með vélhraða — þó að hann geti raunar einnig farið sér hægt. Það sem ég á við er, að flestir bíógestirnir hugsa nógu hratt til þess að fylgjast fyrirhafnarlítið með hinni hröðu atburðarás og skjótu sviðsbreytingum. Þeir hugsa miklu hraðar en fólk hugsaði fyrir þrjátíu árum: ef 75 til vill af því að þeir sem ekki eru nógu fljótir að hugsa á strætum stórborganna nú á dög- um fá kannski ekki annað tæki- færi til að hugsa hér í heimi. Augljóst er, að þessi hraði í hugsun, sem kvikmyndirnar krefjast af áhorfendum, hlýtur að hafa áhrif á aðra þætti skemmtanalífsins. Nokkru fyrir styrjöldina átti ég tal við kunn- an leikstjóra um leikritagerð; hann komst að orði eitthvað á þessa leið: „Kvikmyndirnar hafa kennt fólki að vera fljótt að átta sig á því sem koma skal, og það er jafnfljóthuga þegar það kemur í leikhús. Af því leið- ir, að leikritaskáldin verða að vera margfalt liprari í samningu leikrita sinna en þau voru fyrir nokkrum árum, ef þau vilja ekki að áhorfendurnir fari fram úr þeim.“ Flestir leikhúsmenn munu segja, að þessi orð eigi enn betur við í dag en þegar þau voru töluð. Og vissulega væri það undar- legt, ef almenningur, sem van- izt hefur miklum hraða í kvik- myndum, og leikritum, gerði sig ánægðan með gamla seinagang- inn í skrifuðum skáldskap. Enda gerir hann það ekki. Ritstjórar, sem væntanlega vita hvað við- skiptavinir þeirra vilja, kref jast æ styttri skáldsagna og æ hrað- ari atburðarásar — sagna sem fara af stað eins og spretthlaup- ari á Ölympíuleikum og halda sprettinum á leiðarenda. I Ame- ríku, þar sem þessi þróun erkom-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.