Úrval - 01.09.1953, Side 76
74
tíRVAL,
in lengst, hafa menn fundið að-
ferð til að kenna mönnum að lesa
hraðar, og jafnframt hafa þeir
fundið ráð til að fá mönnum
minna að lesa. Þeir hafa bók-
menntalega skurðlækna þar
vestra, sem geta tekið 400 blað-
síðna bók og skorið hana niður
í 40 síður. Leikni þeirra með
hnífinn er furðuleg, þeir nota
óbreyttar setningar höfundar-
ins, eða hluta af þeim, gefa les-
andanum söguþráðinn, sýna
honum flestar sögupersónurnar,
og jafnvel baksvið sögunnar í
svipleiftri. Áður en langt um
líður geta þeir kannski sent
frá sér klipp'ta og skorna útgáfu
af Divina Commedia eftir
Dante, sem þreyttur kaupsýslu-
maður getur lesið á stundar-
fjórðungi.
Ég játa, að mér er þetta ekki
að skapi. Ég hef atvinnulegra
hagsmuna að gæta í sambandi
við skáldskap — ég framleiði
sjálfur þá tegund varnings —og
ég er þeirrar skoðunar, að gagn-
stætt smásögunni sé skáldsagan
i eðli sínu hægfara list. Það væri
ofdirfskufullt af rithöfundi að
setja fram fullyrðingu um það
hvert sé hlutverk skáldsagna-
höfundarins: látum ungu gagn-
rýnendurna um það. En óhætt
mun að segja, að eitt af því
skemmtilegasta (ég varast að
segja ,,mikilvægasta“), sem
skáldsagnahöfundar fortíðar-
innar hafa afrekað, er sköpun
persóna, sem eru svo stórar í
sniðum og eftirminnilegar, að
þær hafa orðið hluti af menning-
ararfleifð heimsins; og það má
heita regla, að þessar minnis-
stæðu söguhetjur hafa verið
lengi í sköpun. Höfundarnir hafa
krafizt mikils af tíma lesandans,
stundum reynt allmjög á þolin-
mæði hans; og með mörgum,
fíngerðum og haglegum drátt-
um hafa þeir hægt og hægt gætt
alla persónuna lífi.
Mér virðist reglan vera sú, að
því hægar sem sköpun sögu-
persónunnar gengur fyrir sér,
því eftirminnilegri verður hún.
Það má deila um hvort Tolstoj,
t. d., hafi verið leiðinlega orð-
margur rithöfundur og gefinn
fyrir útúrdúra. En skyldi Anna
Karenína hafa orðið það sem
hún er — í senn óumræðilega
harmsöguleg persóna og náinn
kunningi okkar —- ef Tolstoj
hefði þröngvað mynd hennar
saman á nokkra tugi blaðsíðna?
Og hefði Don Quixote, hinn
rómantíski skýjaglópur, getað
orðið söguhetja, sem virðist á
einhvern hátt vera í senn þrá
og veikleiki alls mannkynsins
holdi klædd, ef Cervantes hefði
þjappað ævintýrum hans sam-
an í bók, sem hægt væri að lesa
á tveim tímum ? Það er oft haft
á orði, að höfundar nútímans
séu ekki færir um að skapa
minnisverðar, stórbrotnar per-
sónur. Það kann að vera rétt. En
ef þeir bæðu um þá þolinmæði,
sem fyrirrennurum þeirra var
fúslega látin í té, myndu þeir þá
hljóta hana frá lesendum, sem