Úrval - 01.09.1953, Side 76

Úrval - 01.09.1953, Side 76
74 tíRVAL, in lengst, hafa menn fundið að- ferð til að kenna mönnum að lesa hraðar, og jafnframt hafa þeir fundið ráð til að fá mönnum minna að lesa. Þeir hafa bók- menntalega skurðlækna þar vestra, sem geta tekið 400 blað- síðna bók og skorið hana niður í 40 síður. Leikni þeirra með hnífinn er furðuleg, þeir nota óbreyttar setningar höfundar- ins, eða hluta af þeim, gefa les- andanum söguþráðinn, sýna honum flestar sögupersónurnar, og jafnvel baksvið sögunnar í svipleiftri. Áður en langt um líður geta þeir kannski sent frá sér klipp'ta og skorna útgáfu af Divina Commedia eftir Dante, sem þreyttur kaupsýslu- maður getur lesið á stundar- fjórðungi. Ég játa, að mér er þetta ekki að skapi. Ég hef atvinnulegra hagsmuna að gæta í sambandi við skáldskap — ég framleiði sjálfur þá tegund varnings —og ég er þeirrar skoðunar, að gagn- stætt smásögunni sé skáldsagan i eðli sínu hægfara list. Það væri ofdirfskufullt af rithöfundi að setja fram fullyrðingu um það hvert sé hlutverk skáldsagna- höfundarins: látum ungu gagn- rýnendurna um það. En óhætt mun að segja, að eitt af því skemmtilegasta (ég varast að segja ,,mikilvægasta“), sem skáldsagnahöfundar fortíðar- innar hafa afrekað, er sköpun persóna, sem eru svo stórar í sniðum og eftirminnilegar, að þær hafa orðið hluti af menning- ararfleifð heimsins; og það má heita regla, að þessar minnis- stæðu söguhetjur hafa verið lengi í sköpun. Höfundarnir hafa krafizt mikils af tíma lesandans, stundum reynt allmjög á þolin- mæði hans; og með mörgum, fíngerðum og haglegum drátt- um hafa þeir hægt og hægt gætt alla persónuna lífi. Mér virðist reglan vera sú, að því hægar sem sköpun sögu- persónunnar gengur fyrir sér, því eftirminnilegri verður hún. Það má deila um hvort Tolstoj, t. d., hafi verið leiðinlega orð- margur rithöfundur og gefinn fyrir útúrdúra. En skyldi Anna Karenína hafa orðið það sem hún er — í senn óumræðilega harmsöguleg persóna og náinn kunningi okkar —- ef Tolstoj hefði þröngvað mynd hennar saman á nokkra tugi blaðsíðna? Og hefði Don Quixote, hinn rómantíski skýjaglópur, getað orðið söguhetja, sem virðist á einhvern hátt vera í senn þrá og veikleiki alls mannkynsins holdi klædd, ef Cervantes hefði þjappað ævintýrum hans sam- an í bók, sem hægt væri að lesa á tveim tímum ? Það er oft haft á orði, að höfundar nútímans séu ekki færir um að skapa minnisverðar, stórbrotnar per- sónur. Það kann að vera rétt. En ef þeir bæðu um þá þolinmæði, sem fyrirrennurum þeirra var fúslega látin í té, myndu þeir þá hljóta hana frá lesendum, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.