Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 79
Nystárleg kenning um
eðli alheimsins:
HOL HEIMSKENNINGIN.
Grein úr „Natur und Kultur“,
eftir Emst Giinter Paris.
SAMKVÆMT kenningunni um
holheiminn (Hohlwelt-
theorie) lifum við ekki á yfir-
borði gangþéttrar kúlu, sem
snýst um möndul sinn með 1600
km. hraða á klukkustund um
miðbaug. Við geysumst heldur
ekki með 100.000 km. hraða
gegnum geiminn umhverfis sól-
ina og fljúgum ekki auk þess
með 72.000 km. hraða ásamt
öllu sólkerfinu til einhvers fjar-
lægs punkts í alheiminum —
heldur er jörðin kyrr.
Við lifum heldur ekki á yfir-
borði þessarar jarðkúlu, heldur
á innraborði hennar. Samkvæmt
holheimskenningunni, er jörðin
hol kúla, sem umlykur alheim-
inn. Þessi fullyrðing kollvarpar
öllum þekktum, vísindalegum
stjörnufræðiútreikningi. Án efa
er hún ögnm við hugsanavenjur
okkar eins og þær hafa verið
hingað til.
Við teljum okkur vita stærð
jarðar með nokkurri vissu.
Þvermál hennar er talið 12.750
km. Þessvegna yrði að koma
fyrir alheiminum í þessu jarð-
rúmi. Allar stjarnfræðilegar
tölur og fjarlægðir, sem hlaupa
á milljónum, hefðu þá ekkert
raunverulegt gildi.
Sú spurning vaknar að sjálf-
sögðu hvað sé utan við þessa
lokuðu jarðkúlu. Þeirri spurn-
ingu hvorki vill né getur hol-
heimskenningin svarað. For-
mælendur hennar segja, að fyrst
beri að rannsaka það sem við-
urkennt er að hægt sé að rann-
saka, og það er, að þeirra áliti,
iður jarðarinnar og þá um leið
alheimurinn.
Við lifum sem sagt á innra
borði holrar jarðkúlu. 1 iðrum
jarðkúlunnar er ennfremur him-
inkúla, sem mætti líkja við gulu
í eggi. Sólin, tunglið og reiki-
stjörnurnar eru sjálfstæðir
hnettir, sem fara í spírahringj-
um umhverfis himinkúluna. En
fastastjörnurnar eru ekki sjálf-
stæðir hnettir. Menn hugsa sér
þær sem „geislandi innlegg í yf-
irborði himinkúlunnar“ eða sem
„lýsingu gegnum dældir á yfir-
borðinu".
Með því að jörðin er kyrr get-
ur hún ekki snúizt kringum sól-
ina. Þvert á móti snúast sól,