Úrval - 01.09.1953, Side 82

Úrval - 01.09.1953, Side 82
Viðkvœmt hjarta. Saga eftir Dorothy Parlœr. ENGIN LIFANDI vera — eng- inn maður, ekkert husdýr eða villidýr í búri — hafði nokk- urn tíma séð frú Lanier öðru- vísi en angurværa. Angurværð- in var efniviður hennar, á sama hátt og tónar, litir eða marm- ari er efniviður annarra lista- manna. Dickensleikarinn, sem sverti allan líkama sinn þegar hann átti að leika Othello, hefði getað verið hin háleita, listræna fyrirmynd hennar. Að minnsta kosti mátti telja víst, að hún væri angurvær þegar hún lá í baðkerinu, og að hún hjúpaði um sig angurværðinni eins og mjúkum flóka þegar hún sofn- aði í kyrrð næturinnar. Ef málverkið, sem Sir James Weir málaði einu sinni af henni, geymist komandi kynslóðum, mun hún um alla framtíð verða talin angurværðin persónugerð. Hann málaði hana í fullri lík- amsstærð, í angurværum, gul- um litbrigðum frá hvirfli til ilja — ljósa, skrýfða lokkana, gull- inglitrandi samkvæmiskjólinn og bananagula skóna. (Frú Lanier klæddist að vísu hvítu um þær mundir, en hvítt er skrambi erfiður litur að vinna með, og hann gat ekki lagt allt- of mikla vinnu í eitt verk þeg- ar viðdvöl hans í Ameríku var aðeins sex vikur.) Endurskin hinnar ódauðiegu angurværðar dvelur enn í dökkum, dreym- andi augunum, í mjúkri bog- línu varanna, og yfir fagurlega sköpuðu höfðinu, sem drúpir örlítið eins og blóm á stöngli, svignar kannski undan þunga perlufestarinnar, sem hringar sig þreföld um fagran hálsinn. Þegar málverkið var sett á sýningu lét önugur gagnrýn- andi í ljós undrun sína á því, að kona, sem ætti svona perlu- festi þyrfti að vera angurvær á svipinn, en því mun hafa vald- ið, að hann hafði selt hina svörtu sál sína öðrum lista- verkasala fyrir fáeina silfur- peninga. Að minnsta kosti gat enginn kennt Sir James neitt þegar um var að ræða að gefa perlunum hinn skæra ljóma sinn. Hver einstök perla bar sinn svip, á sama hátt og her- mannaandlitin á orustumálverki eftir Meisonier. Af löngun fyrirmyndarinnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.