Úrval - 01.09.1953, Side 83

Úrval - 01.09.1953, Side 83
VIÐKVÆMT HJARTA 81. til að líkjast málverkinu klædd- ist frú Lanier gulu um skeið. Hún klæddist bleikgulum flau- elskjólum, sem minntu á þeyttan rjóma, silkikjólum, sem leiddu hugann að gljáandi, ljósgulum smjörblómum, chiffonkjólum, sem vöfðu sig eins og gagnsær gullreykur um grannan líkama hennar. Hún bar þá af trú- mennsku og hlustaði feimin og undrandi á skáldlegt líkingamál aðdáenda sinna þegar þeir líktu henni við páskalilju, fiðrildi sem dansar í sólskininu eða annað álíka skáldlegt. En með sjálfri sér vissi hún betur hvað við átti. Picasso átti sitt bláa tímabil, frú Lanier sitt gula. Bæði höfðu vit á að binda endi á það í tíma. „Gult klæðir mig blátt áfram ekki“, andvarpaði hún að lok- um og tók upp aðra liti. Á kvöldin klæddist hún nú svörtu. Það fór henni ágætlega, magnaði hina brothættu fegurð hennar, og fyrir áhrif þess var eins og perlufestin gréti stór- um tárum við brjóst hennar. Hverju hún klæddist fyrr á dag- inn gat enginn vitað nema þern- an Gwennie, sem kom með morgunverðarbakkann til henn- ar, en það hlýtur að hafa verið eitthvað draumkennt. Herra Lanier — það var reyndar til maður með því nafni og hann hafði jafnvei sést nokkrum sinnum — læddist framhjá svefnherbergisdyrum hennar þegar hann lagði af stað til skrifstofunnar á morgnana, og þjónustufólkið læddist og tal- aði í hvíslingurn svo að henni mætti sem lengst vera hlíft við harðri og sterkri birtu nýs dags. Það var ekki fyrr en komið var fram yfir hádegi að hún gat fengið sig til að koma fram úr einveru sinni og mæta hversdagsáhyggjunum sem sí- fellt biðu hennar. Frú Lanier hafði skyldur að rækja á næstum hverjum degi og hún þurfti að safna kjarki og kröftum til að mæta þeim. Hún varð að aka í bíl inn í borgina til að panta ný föt og máta þau sem hún hafði þeg- ar pantað, þangað til þau voru komin á stig fullkomnunar. Föt eins og hennar urðu ekki til fyrirhafnarlaust — eins og mikill skáldskapur kröfðust þau vinnu og aftur vinnu. En hana óaði við að yfirgefa öryggi heimilisins, því að fyrir utan mætti henni hvarvetna sorg og eymd, sem var kvöl augum hennar og hjarta. Oft stóð hún mínútum saman fyrir framan barokkspegilinn í anddyrinu áður en hún gat hert upp hug- ann og gengið hnarreist út í bílinn sem beið hennar. Viðkvæmur maður er hvergi öruggur, ekki þó hann gangi beint af augum, jafnvel ekki þó erindi hans sé eins saklaust og hugsast getur. Stundum þegar frú Lanier ætlaði að fara til klæðskerans eða loðskinnasal- ans eða tízkusalans eða nær- fatasalans kom það fyrir að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.