Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 97

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 97
Á KROSSGÖTUM 95 var hann gripinn ofsahræðslu. Hann stóð þarna alveg lamaður og fann lykt af konu, lykt af negra; hann var þarna innilok- aður með konunni, negrastúlk- unni, og sínum eigin ótta, þving- aður til að standa þarna og bíða eftir því að hún segði eitthvað. Og svo kom það — leiðbeinandi, algerlega ósjálfrátt hljóð. Svo fannst honum hann geta greint hana — einhversstaðar niður við g'ólfið, kannski augu hennar. Hann hreyfði sig, hann kom við hana með fætinum. Svo kom hann aftur við hana, sparkaði í hana. Hann sparkaði eins fast og hann gat, og þegar hann sparkaði heyrðist undrunar- og óttablandið kvein. Hún fór að æpa og hann kippti henni upp, hélt í handleggina á henni og lamdi hana bylmingshögg. Svo hrökklaðist hún aftur á bak undan hnefa hans og hann hrökk líka undan þegar hinir réðust á hann eins og óðir hund- ar; hann greiddi högg á móti, sló og sló og stundi af bræði og örvinglan. Þeir stöppuðu og riðuðu og slógust í blindni og loks duttu þeir allir í hrúgu á gólfið, hann neðst. Þeir keyrðu hann niður í gólfið, svo að hann gat hvorki hreyft legg né lið. — Gefstu upp ? Nú höfum við tökin á þér. Gefstu upp. — Nei, sagði hann. Hann brauzt um og spriklaði. — Gefztu upp Jói. Þú getur ekki slegist einn við okkur alla. Og við viljum ekki heldur slást lengur við þig. Tveir stóðu upp og gengu aft- ur á bak út um dyrnar. Svo var eins og hinir tveir þeyttust upp í loftið af sprengingu og þeir hurfu út úr dimmum skúrnum. Jafnskjóttog Jói var orðinn laus reyndi hann að koma á þá höggi, en hann náði ekki lengur til þeirra. Hann stóð upp og fór út úr skúrnum. Hann nam stað- ar í gættinni og fór að bursta sig, alveg ósjálfrátt, en hinir fjórir stóðu í hnapp skammt frá og horfðu á. Hann leit ekki í áttina til þeirra. Hann fór sína leið, og samfestingurinn hans hvarf í rökkrið. Það var crðið framorðið. Stjörnurnar héngu, þungar og þroskaðar eins og blómstrandi jasmínur. Hann leit ekki um öxl, hélt bara áfram, skuggi, sem drukknar í rökkrinu. Þegar hann kom að girðing- unni nam hann staðar og horfði á uppljómaðan gluggann. Bak við hann í skóginum, handan við lækinn, heyrðist í tveim fuglum og ennþá lengra í burtu heyrðist hundgá. Svo stökk hann yfir girðinguna og sá að einhver sat í f jósdyrunum, þar sem báðar kýrnar, sem hann hafði ekki mjólkað, biðu enn. Hann sá að þetta var Mc- Eachern og varð ekkert undr- andi, eins og það væri fullkom- lega rökrétt og óhjákvæmilegt, að hann sæti þarna. Hann sat grafkyrr og það glitti í hvíta skyrtuna í dimmri dyragættinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.