Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 97
Á KROSSGÖTUM
95
var hann gripinn ofsahræðslu.
Hann stóð þarna alveg lamaður
og fann lykt af konu, lykt af
negra; hann var þarna innilok-
aður með konunni, negrastúlk-
unni, og sínum eigin ótta, þving-
aður til að standa þarna og bíða
eftir því að hún segði eitthvað.
Og svo kom það — leiðbeinandi,
algerlega ósjálfrátt hljóð. Svo
fannst honum hann geta greint
hana — einhversstaðar niður
við g'ólfið, kannski augu hennar.
Hann hreyfði sig, hann kom við
hana með fætinum. Svo kom
hann aftur við hana, sparkaði í
hana. Hann sparkaði eins fast
og hann gat, og þegar hann
sparkaði heyrðist undrunar- og
óttablandið kvein. Hún fór að
æpa og hann kippti henni upp,
hélt í handleggina á henni og
lamdi hana bylmingshögg.
Svo hrökklaðist hún aftur á
bak undan hnefa hans og hann
hrökk líka undan þegar hinir
réðust á hann eins og óðir hund-
ar; hann greiddi högg á móti,
sló og sló og stundi af bræði og
örvinglan. Þeir stöppuðu og
riðuðu og slógust í blindni og
loks duttu þeir allir í hrúgu á
gólfið, hann neðst. Þeir keyrðu
hann niður í gólfið, svo að
hann gat hvorki hreyft legg
né lið.
— Gefstu upp ? Nú höfum við
tökin á þér. Gefstu upp.
— Nei, sagði hann. Hann
brauzt um og spriklaði.
— Gefztu upp Jói. Þú getur
ekki slegist einn við okkur alla.
Og við viljum ekki heldur slást
lengur við þig.
Tveir stóðu upp og gengu aft-
ur á bak út um dyrnar. Svo var
eins og hinir tveir þeyttust upp
í loftið af sprengingu og þeir
hurfu út úr dimmum skúrnum.
Jafnskjóttog Jói var orðinn laus
reyndi hann að koma á þá höggi,
en hann náði ekki lengur til
þeirra. Hann stóð upp og fór
út úr skúrnum. Hann nam stað-
ar í gættinni og fór að bursta
sig, alveg ósjálfrátt, en hinir
fjórir stóðu í hnapp skammt
frá og horfðu á. Hann leit ekki
í áttina til þeirra. Hann fór sína
leið, og samfestingurinn hans
hvarf í rökkrið. Það var crðið
framorðið. Stjörnurnar héngu,
þungar og þroskaðar eins og
blómstrandi jasmínur. Hann
leit ekki um öxl, hélt bara áfram,
skuggi, sem drukknar í rökkrinu.
Þegar hann kom að girðing-
unni nam hann staðar og horfði
á uppljómaðan gluggann.
Bak við hann í skóginum,
handan við lækinn, heyrðist í
tveim fuglum og ennþá lengra
í burtu heyrðist hundgá. Svo
stökk hann yfir girðinguna og
sá að einhver sat í f jósdyrunum,
þar sem báðar kýrnar, sem hann
hafði ekki mjólkað, biðu enn.
Hann sá að þetta var Mc-
Eachern og varð ekkert undr-
andi, eins og það væri fullkom-
lega rökrétt og óhjákvæmilegt,
að hann sæti þarna. Hann sat
grafkyrr og það glitti í hvíta
skyrtuna í dimmri dyragættinni.