Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 99

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 99
Á KROSSGÖTUM 97 — Ég veit það, sagði Jói. Hún er líklega niður við læk- inn. Ég skal fara og gá að henni úr því að ég á hana. — Þú sagðir að hún væri niður við lækinn? sagði Mc- Eachern. — Ég sagði að hún gæti ver- ið þar. Haginn er talsvert stór. Það fór að koma hreyfing á McEachern. — Við förum og svipumst eftir henni, sagði hann. Þeir löbbuðu út í hagann. Lækurinn var f jögur hundruð metra í burtu. Eldflugurnar leiftruðu og slokknuðu við dirnman bakgrunn trjánna. Þeir komu inn í skóginn. Kjarrið var þétt og kræklótt, það var nógu erfitt að komast þarna áfram um hábjartan daginn. — Kallaðu á hana, sagði McEachern. Jói anzaði ekki. Hann hreyfði sig ekki. Þeir stóðu andspænis hvor öðrum. — Eg á kvíguna, sagði Jói. Þú gafst mér hana. Ég hef sjálfur alið hana upp af því að þú gafst mér hana til þess að hún væri mín eign. — Já, sagði McEachern, ég gaf þér hana til þess að kenna þér ábyrgð eigandans og hvað það þýðir að eiga eitthvað. Eg vil kenna þér forsjálni og spar- semi. Kallaðu á hana. Stundarkorn stóðu þeir aug- liti til auglitis. Svo sneri Jói við og hélt áfram göngunni með- fram mýrinni. McEachern kom í humátt á eftir. Af hverju kallar þú ekki á hana? sagði hann. Jói svaraði ekki. Nú var orð- ið koldimmt. Þegar þeir komu að gerðinu nam Jói staðar og sneri sér við. Aftur stóðu þeir andspænis hvor öðrum. Svo sagði McEachern: — Hvað hefur þú gert við kvíguna ? — Ég seldi hana, sagði Jói. — Einmitt það, þú seldir hana. Og hvað fékkstu fyrir hana með leyfi að spyrja? — Eg átti kvíguna, sagði Jói. Ef hún var ekki mín eign, hvers- vegna sagðir þú þá það sem þú sagðir ? Hvers vegna gafstu mér hana? — Þú hefur rétt fyrir þér. Þú réðir yfir henni. Ég er ekki að áfellast þig fyrir að selja hana. Ég ætla bara að spyrja þig um eitt: hvað gerðir þú við pening- ana? Jói svaraði ekki. Þeir stóðu augliti til auglitis. Þú hef- ur kannski beðið stjúpmóður þína að geyma þá fyrir þig? — Já, sagði Jói. Það var munnur hans sem laug. Hann hafði alls ekki ætlað sér að svara spurningunni. Hann heyrði munn sinn svara og varð gripinn einskonar óttablandinni undrun. En hann varð að halda áfram eins og hann hafði byrj- að. Já, ég bað hana um að geyma þá. — Svoleiðis, sagði McEach- ern. Hann andvarpaði ánægður, sigrihrósandi andvarpi. Og þú heldur því sjálfsagt fram að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.