Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 99
Á KROSSGÖTUM
97
— Ég veit það, sagði Jói.
Hún er líklega niður við læk-
inn. Ég skal fara og gá að
henni úr því að ég á hana.
— Þú sagðir að hún væri
niður við lækinn? sagði Mc-
Eachern.
— Ég sagði að hún gæti ver-
ið þar. Haginn er talsvert stór.
Það fór að koma hreyfing á
McEachern.
— Við förum og svipumst
eftir henni, sagði hann.
Þeir löbbuðu út í hagann.
Lækurinn var f jögur hundruð
metra í burtu. Eldflugurnar
leiftruðu og slokknuðu við
dirnman bakgrunn trjánna. Þeir
komu inn í skóginn. Kjarrið var
þétt og kræklótt, það var nógu
erfitt að komast þarna áfram
um hábjartan daginn.
— Kallaðu á hana, sagði
McEachern. Jói anzaði ekki.
Hann hreyfði sig ekki. Þeir
stóðu andspænis hvor öðrum.
— Eg á kvíguna, sagði Jói.
Þú gafst mér hana. Ég hef
sjálfur alið hana upp af því að
þú gafst mér hana til þess að
hún væri mín eign.
— Já, sagði McEachern, ég
gaf þér hana til þess að kenna
þér ábyrgð eigandans og hvað
það þýðir að eiga eitthvað. Eg
vil kenna þér forsjálni og spar-
semi. Kallaðu á hana.
Stundarkorn stóðu þeir aug-
liti til auglitis. Svo sneri Jói við
og hélt áfram göngunni með-
fram mýrinni. McEachern kom
í humátt á eftir.
Af hverju kallar þú ekki á
hana? sagði hann.
Jói svaraði ekki. Nú var orð-
ið koldimmt. Þegar þeir komu
að gerðinu nam Jói staðar og
sneri sér við. Aftur stóðu þeir
andspænis hvor öðrum. Svo
sagði McEachern:
— Hvað hefur þú gert við
kvíguna ?
— Ég seldi hana, sagði Jói.
— Einmitt það, þú seldir
hana. Og hvað fékkstu fyrir
hana með leyfi að spyrja?
— Eg átti kvíguna, sagði Jói.
Ef hún var ekki mín eign, hvers-
vegna sagðir þú þá það sem þú
sagðir ? Hvers vegna gafstu mér
hana?
— Þú hefur rétt fyrir þér. Þú
réðir yfir henni. Ég er ekki að
áfellast þig fyrir að selja hana.
Ég ætla bara að spyrja þig um
eitt: hvað gerðir þú við pening-
ana? Jói svaraði ekki. Þeir
stóðu augliti til auglitis. Þú hef-
ur kannski beðið stjúpmóður
þína að geyma þá fyrir þig?
— Já, sagði Jói. Það var
munnur hans sem laug. Hann
hafði alls ekki ætlað sér að
svara spurningunni. Hann
heyrði munn sinn svara og varð
gripinn einskonar óttablandinni
undrun. En hann varð að halda
áfram eins og hann hafði byrj-
að. Já, ég bað hana um að
geyma þá.
— Svoleiðis, sagði McEach-
ern. Hann andvarpaði ánægður,
sigrihrósandi andvarpi. Og þú
heldur því sjálfsagt fram að