Úrval - 01.09.1953, Síða 103
A KROSSGÖTUM
101
á götuna þar sem Jói beið eft-
ir honum.
Jói hafði aldrei fyrr komið
þangað sem McEachern fór
með hann nú. Það var veitinga-
staður í hliðargötu með þröng-
um og óhreinum inngangi milli
tveggja óhreinna glugga. Hann
sá langt tréborð og röð af bak-
lausum stólum, háa, ljóshærða
konu, sem sat í tóbakssölu ná-
lægt dyrunum og hóp af karl-
mönnum við innri endann á
borðinu, þeir voru ekki að
borða og litu við sem einn
maður þegar hann og McEac-
hern komu inn, og gláptu á þá
gegnum tóbaksreykinn.
McEachern og Jói sátu hvor
á sínum stól við borðið. Jói
flýtti sér að borða af því að
McEachern flýtti sér að borða.
Jafnvel meðan hann var að
borða báru klunnalegar hreyf-
ingar hans vott um niðurbælda
heift. Maturinn sem hann bað
um var fábrotinn: fljótlagaður
og fljótétinn. Um leið og
McEachern lagði frá sér hníf-
inn og gaffalinn, sagði hann:
— Komdu, og stóð upp. Hann
borgaði konunni með látúns-
hárið í tóbakssölunni. Hún leit
ekki einu sinni á þá, hvorki
þegar þeir komu inn né meðan
þeir voru að borða, ekki einu
sinni þegar McEachem borg-
aði henni. McEachern athugaði
hvort hann hefði fengið rétt til
baka og þeir fóm út á götuna.
Hann leit á Jóa. Hann sagði:
— Eg vil að þú munir eftir
þessimi stað. Það em til staðir
hér í heimi þar sem fullorðnir
menn, en ekki strákar á þín-
um aldri, mega koma. Þessi
staður er einn af þeim. Eg
hefði kannski ekki átt að fara
með þig hingað. En allt verð-
ur einu sinni fyrst. Ef til vill
var líka bezt að þú kæmir
hingað með mér, af því að ég
get skýrt þetta fyrir þér og að-
varað þig. Og maturinn er
ódýr.
— Hvað er athugavert við
þennan stað? spurði Jói.
— Það kemur staðnum við
en ekki þér. En taktu eftir
orðum mínum, ég vil ekki að
þú farir þangað án þess að ég
sé með þér. Og það getur orð-
ið bið á því. Næst höfum við
nesti með okkur, hve snemma
sem við leggjum af stað.
Þetta var það sem hann sá
þennan dag þegar hann sat að
snæðingi við hliðina á mannin-
um sem var svo stillilegur
ásýndum en ólgaði af heift
undir niðri, þegar þeir sátu
alveg út af fyrir sig fyrir
miðju langborðinu og látúns-
hærða konan var við annan
enda þess og reykjandi náung-
arnir við hinn. Og fyrir innan
borðið stóð frammistöðustúlk-
an með sakleysissvip og feimn-
islegt augnaráð og sýslaði við
diska og bolla með alltof stór-
um höndunum. Höfuð hennar
náði rétt upp fyrir borðið, hún
var alveg eins og stórt barn.
Og þegar þeir McEachern fóru