Úrval - 01.09.1953, Síða 112
110
TJRVAL
hafði ekki komið auga á hann
enn. Stúlkan hætti að dansa og
andlit hennar fékk á sig svip
sem líktist skelfingu. Jói tók
eftir því og sneri sér við, og í
sömu andránni var McEachern
kominn fast að þeim. McEach-
ern hafði ekki séð frammistöðu-
stúlkuna nema einu sinni áður,
en hann gekk rakleitt til hennar
án þess að skipta sér af Jóa í
svipinn.
— Burt, Jessabel! hrópaði
hann. Rödd hans glumdi í ótta-
blandinni kyrrðinni, á óttaslegn-
um andlitunum, inn í hljóðn-
andi músíkina, inn í friðsæla,
tunglskinsbjarta vornóttina.
Burt, skækja!
Sjálfum var honum kannski
ekki Ijóst að hann ruddist inn
og hrópaði hárri röddu. Að lík-
indum hefur honum fundizt
hann vera að gera rétt. Ef til
vill vissi hann ekki að það voru
hans eigin hendur sem reyndu
að slá í andlit þess sem hann
hafði tekið að sér og fóstrað
frá barnæsku, og þegar andlitið
hafði vikið sér undan högginu
og birtist aftur, þá var það ef
til vill ekki andlit fósturbarns
hans lengur, það var ásjóna
Satans sem hann þekkti jafn
vel. Og þegar hann starði á
þetta andlit, gekk á móti því
með reidda hnefa, fann hann
sennilega til sömu ofsalegu og
draumkenndu hrifningar og
píslavottur, sem þegar hefur
verið endurleystur, gekk rak-
leitt undir stólinn sem Jói reiddi
til höggs að höfði hans og inn
í óminnið. Ef til vill hefur hann
orðið dálítið undrandi á tóminu,
en ekki mikið; og ekki lengi.
*
Jóa fannst allt þjóta burt og
framhjá, öskrandi, deyjandi, og
skilja hann eftir á miðju gólfinu
með brotinn stólinn í hendinni.
Hann horfði á fósturföður sinn.
McEachern lá á bakinu. Nú var
hann ekki æstur lengur. Það
var eins og hann svæfi: ennþá
ósigrandi í svefninum, fullur
friðar. Meira að segja blóðið á
enni hans var friðsælt og kyrrt.
Jói dró andann ótt. Hann
heyrði það sjálfur, og líka dá-
lítið annað, eitthvað skrækt og
gjallandi í fjarska, kvenmanns-
rödd. Hann leit þangað og sá að
tveir karlmenn héldu henni, en
hún braust um.
— Hann kallaði mig skækju!
hrópaði hún og reyndi að rífa
sig lausa af þeim sem héldu
henni. Karl bjálfinn, svínið!
Sleppið mér! Sleppið mér!
Jói gekk til hennar og hélt
enn á stólbrotinu. Með fram
veggjunum stóð hvítt fólkið í
þyrpingu og starði á hann. Allt
í einu tók hann undir sig stökk
og sveiflaði stólnum yfir höfði
sér.
— Sleppið henni! sagði hann.
Jafnskjótt hætti hún að brjótast
um og sparka og sneri öskrandi
heipt sinni gegn honum, eins og
hún tæki nú fyrst eftir honum.
— Og þú! Þú fórst með mig
hingað! Bölvaður asninn þinn,