Úrval - 01.09.1953, Qupperneq 114
112
ÚKVAL
upp stigann, upp í þakher-
bergið.
Hún fór á eftir honum upp
stigann. Hún skreiddist upp
járnklæddan stigann, hélt í
handidðið og í sjalið. Hún sagði
ekkert, kallaði ekki til hans.
Það var eins og hún væri vofa
sem hlýddi skipun fjarstadds
húsbónda síns. Hún sá að
hann nálgaðist felustaðinn með
lausu fjölinni og sá að hann
hvolfdi því sem í blekbyttunni
var á rúmið, sópaði saman
smámynt og seðlum í dálitla
hrúgu, stakk peningunum á
sig. Þá fyrst leit hann á hana.
— Ég hef ekki beðið þig um
þá, sagði hann. Ég hef ekki
beðið þig um þá, af því að ég
var hræddur um að þú mynd-
ir gefa mér þá. Ég tók þá bara.
Gleymdu því ekki. Hann sner-
ist á hæli og var farinn, næst-
um áður en hann hafði lokið
setningunni.
Hún sá hann hverfa ofan
stigann. Hún heyrði hratt fóta-
tak hans í anddyrinu, eftir
stimdarkorn heyrði hún hest-
inn fara á stökki. Svo varð allt
hljótt. ö. B. þýddi.
.09.
€?
1 réttinum.
Lögmaður var að flytja mál fyrir rétti. Málavextir voru æði-
flóknir. Hann hafði leitað máli sínu stuðnings í málskjölum og
dómum langt aftur í tímann. Þegar hann var búinn að tala í
hálfan annan klukkutíma og var, að því er honum fannst, kom-
inn að kjarna málsins, tók hann eftir, að athygli dómarans var
ekki eins vakandi og hann taldi æskilegt.
Hann gerði því hlé á málflutningi sínum og sagði: „Herra
dómari, afsakið innskotið — en fylgist þér með mér?“
„Enn sem komið er,“ sagði dómarinn, andvarpaði og mjakaði
sér þreytulega til í stólnum. „En í hreinskilni sagt: ef ég væri
viss um að rata til baka mundi ég skilja við yður á stundinni.“
— Vecko-Revyen.
URVAL
Ritstjóri: Gísli Ölafsson, Leifsgötu 16. Af-
greiðsla Tjarnargötu 4, pósthólf 365, Reykjavík.
Kemur út átta sinnum á ári. Verð kr. 10.00 hvert hefti i lausasölu.
Áskriftarverð 70 kr. á ári. Utanáskrift tímaritsins er: Urval, póst-
hólf 365, Reykjavík.
UTGEFANDI: steindórsprent h.f.