Úrval - 01.07.1954, Page 23

Úrval - 01.07.1954, Page 23
ÞEGAR EROS AUGLÝSIR 21 að hylja mig í sama myrkri og þér gerið.“ Af tortryggilegu bréfunum voru tvö, sem gáfu óafvitandi upplýsingar um hverjir bréfrit- ararnir voru. Það var því eng- um vanda bundið að rannsaka hagi þeirra nánar. Ég grunaði annan mjög um græsku. En hann reyndist vera handverks- meistari og tilgangur hans ein- lægur. En hinn, sem ég í fyrstu hafði frekar hneigzt til að taka trúanlegan, reyndist vera kvennagull ofan úr sveit, og ætl- un hans var að komast í sam- band við konur, sem hann gæti haft út úr fé. AÐ verður ekki með sanni sagt, að rannsóknin hafi leitt í ljós, að rómantíkin sé dauð, því að jafnvel gamaldags rómantík og skáldlega sveim- hygli mátti finna í þó nokkrum bréfum. Og hvað eru óska- draumar og vonir bréfritaranna um framtíðina í rauninni ann- að en rómantík af sérstöku tagi? Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um hina siðferðilegu hlið málsins. Ef við notum þá heilbrigðu skynsemi, sem okkur er gefin, þá eru tæpast fleiri hættur fólgnar í kynnum gegn- um hjúskaparauglýsingarnar en í öðrum kynnum, sem við stofn- um til í lífinu. En um barnalega einfeldninga — og til þeirra verður að telja alla þá, sem senda myndir og heimilisföng til bráðókunnugra manna — er það að segja, að þeir komast naumast hjá því að reka sig á í lífinu. Segja má, að hjúskapur, sem stofnað er til í gegnum auglýs- ingu, hljóti alltaf að vera happ- drætti. En sama má segja um hjónabönd yfirleitt, þó að til þeirra sé stofnað á venjulegan hátt — en ekki með tilstyrk töfraþulunnar: ,,. .. með hjóna- band fyrir augum. Tilboð, merkt .. .“ 0-0-0 Snjallræði. Lirukassaleikari staðnæmdist eitt sinn fyrir neðan glugga tón- skáldsins Mascagni og lék hið víðkunna lag hans Intermezzo á lirukassann. En hann lék lagið svo hratt, að tónskáldið þoldi ekki mátið, þaut út á götuna, þreif handfangið af manninum og sýndi honum hvernig ætti að snúa þvi með réttum hraða. Jafn- framt skýrði hann fyrir honum, að af þvi að hann hefði samið lagið, vildi hann að það væri spilað rétt. Næsta morgun var lírukassaleikarinn aftur kominn að húsi tónskáldsins, en nú hafði hann fest stórt spjald á lírukassann, með svofelldri áletrun: „Nemandi hins fræga tónskálds Mas- cagni“. — Christian Science Monitor.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.