Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 23
ÞEGAR EROS AUGLÝSIR
21
að hylja mig í sama myrkri og
þér gerið.“
Af tortryggilegu bréfunum
voru tvö, sem gáfu óafvitandi
upplýsingar um hverjir bréfrit-
ararnir voru. Það var því eng-
um vanda bundið að rannsaka
hagi þeirra nánar. Ég grunaði
annan mjög um græsku. En
hann reyndist vera handverks-
meistari og tilgangur hans ein-
lægur. En hinn, sem ég í fyrstu
hafði frekar hneigzt til að
taka trúanlegan, reyndist vera
kvennagull ofan úr sveit, og ætl-
un hans var að komast í sam-
band við konur, sem hann gæti
haft út úr fé.
AÐ verður ekki með sanni
sagt, að rannsóknin hafi
leitt í ljós, að rómantíkin sé
dauð, því að jafnvel gamaldags
rómantík og skáldlega sveim-
hygli mátti finna í þó nokkrum
bréfum. Og hvað eru óska-
draumar og vonir bréfritaranna
um framtíðina í rauninni ann-
að en rómantík af sérstöku
tagi? Ég sé ekki ástæðu til að
fjölyrða um hina siðferðilegu
hlið málsins. Ef við notum þá
heilbrigðu skynsemi, sem okkur
er gefin, þá eru tæpast fleiri
hættur fólgnar í kynnum gegn-
um hjúskaparauglýsingarnar en
í öðrum kynnum, sem við stofn-
um til í lífinu. En um barnalega
einfeldninga — og til þeirra
verður að telja alla þá, sem
senda myndir og heimilisföng
til bráðókunnugra manna — er
það að segja, að þeir komast
naumast hjá því að reka sig á
í lífinu.
Segja má, að hjúskapur, sem
stofnað er til í gegnum auglýs-
ingu, hljóti alltaf að vera happ-
drætti. En sama má segja um
hjónabönd yfirleitt, þó að til
þeirra sé stofnað á venjulegan
hátt — en ekki með tilstyrk
töfraþulunnar: ,,. .. með hjóna-
band fyrir augum. Tilboð,
merkt .. .“
0-0-0
Snjallræði.
Lirukassaleikari staðnæmdist eitt sinn fyrir neðan glugga tón-
skáldsins Mascagni og lék hið víðkunna lag hans Intermezzo á
lirukassann. En hann lék lagið svo hratt, að tónskáldið þoldi ekki
mátið, þaut út á götuna, þreif handfangið af manninum og
sýndi honum hvernig ætti að snúa þvi með réttum hraða. Jafn-
framt skýrði hann fyrir honum, að af þvi að hann hefði samið
lagið, vildi hann að það væri spilað rétt.
Næsta morgun var lírukassaleikarinn aftur kominn að húsi
tónskáldsins, en nú hafði hann fest stórt spjald á lírukassann,
með svofelldri áletrun: „Nemandi hins fræga tónskálds Mas-
cagni“. — Christian Science Monitor.