Úrval - 01.07.1954, Side 35
MIKILMENNIÐ ALBERT EINSTEIN
33
vísindin í raun og veru óper-
sónulega atburði ? Geta þau
gert greinarmun á atburðinum
sjálfum og athugun okkar á
honum ? Þessari spurningu er
ekki fyrr varpað fram en svarið
við henni er ljóst, og það er nei.
Eðlisfræði eins og hún er iðk-
uð samanstendur ekki af at-
burðum, hún samanstendur af
athugunum. Milli atburðar og
athuganda verður að fara
merki, ljósgeisli eða einhver
annar miðill, og þessi miðill
verður ekki tekinn út úr at-
huguninni. Viðburður, miðill,
athugun; í þessari þrenningu
sá Einstein grundvallareiningu
eðlisfræðinnar. Afstæði þýðir
nýjan skilning á umheiminum,
viðburðarásin sjálf víkur til
hliðar, sambandið atburður-
miðill-athugandi verður eftir.
Heimspeki og vísindi.
Eitthvað í þessa átt hafa
heimspekingar löngum sagt: að
vísindin verði að losa sig við
óhlutstæðar hugmyndir en
byggja einvörðungu á því sem
í raun og veru er athugað.
Einstein viðurkennir með þakk-
læti skuld sína við heimspek-
ingana Ernst Mach í Vínar-
borg, Henri Poincaré í París,
og hinn fyrsta og mesta vé-
fengjanda allrar vanahugsunar,
jafnt í vísindum sem utan
þeirra: David Hume. En það er
langur vegur frá því aðsetjaupp
heimsspekilegar reglur um það,
hversu vinna skuli að vísindum,
til þess að fá þá menn, er í starf-
inu standa, til að fylgja þessum
reglum. Einstein var fyrsti
starfandi eðlisfræðingurinn er
tók þessa heimspeki alvarlega,
sem eitthvað meira en fallega
óframkvæmanlega, ósk. Hann
dreif hana inn í stærðfræðijöfnu
og fáum árum seinna sáu eðlis-
fræðingar sér til undrunar að
þessi jafna skýrði Merkúrtrufl-
anirnar og sagði fyrir sveigju
ljóss nærri sólu. Hún hafði
tengt saman efnismagn og orku.
Mig langar til að undirstrika
þessar hugmyndir því að þær
rista djúpt. Þær tákna nýtt við-
horf til vísindanna og til allrar
mannlegrar þekkingar yfirleitt.
Einstein spurði ekki hvað rúm
eða tími séu í raun og veru, hanu
spurði einungis um það hvernig
athugendur nota þau og mæla.
Til dæmis, hvernig bera tveir
athugendur, sem lángt er á
milli, saman tímamælingar sín-
ar? Þeir geta ekki gert það á
annan hátt en með því að senda
merki á milli sín, og merkið
þarf tíma til þess að komast á
milli. En af þessu leiðir að ekki
er unnt að skýrgreina „nú“
þannig, að sú skýrgreining
gildi fyrir athuganda hvar sem
er, og hvenær sem er. Hver at-
hugandi hefir sitt sérstaka „hér
og nú“. f reynslu okkar af heim-
inum er ekki unnt að skilja rúm
og tíma fyllilega að; hvort um
sig er hluti af einni heild. Sú
heild er ekki óhlutlæg hugmynd
eins og rúm Evklids. Rúm Ev-