Úrval - 01.06.1955, Page 2
Strákapör.
TJrval birti í 8. hefti f. á. út-
drátt úr enskri bók, „Strákapör",
og lýsti þá jafnframt eftir frá-
sögnum af strákapörum, sem les-
endur kynnu að eiga I fórum sin-
um, skráðar eða óskráðar. En
eftirtekjan hefur orðið rýr: bor-
izt hefur aðeins ein frásögn, sem
TJrval telur akk í að birta, frá
Guðmundi Þorsteinssyni frá
Lundi. Per hún hér á eftir:
Gísli hét maður, sem bjó frem-
ur litlu búi á Austurlandi, og er
jafnan í seinni tið kenndur við
ábýlisjörð sína; hann var dálítið
nafnkenndur. Gisli bjó á næsta
bæ við prestssetrið í dalnum; var
áin á milli bæjanna og töluverð-
ur spölur að auki. Gísli hafði
löngum eldað dálitið grátt silfur
við prestinn, en græskulítið þó.
Þegar hér var komið sögu hafði
hann fátækan tökudreng. Hélt
hann drengnum nokkuð fast að
vinnu, en vanrækti fremur að
kenna honum eftir því sem skylt
var, og bjóst við að uppskera litl-
ar þakkir fyrir það hjá presti,
þegar hann kæmi í hina árlegu
húsvitjun.
Gísli var athugull maður og sá
vel. Hafði hann nú nærri njósn-
ina, hvort hann sæi ekki prest
leggja af stað í húsvitjunina, og
sá svo einn góðan veðurdag hvar
prestur kom riðandi. Kallaði
Gísli þá í miklu forsi á drenginn
og rauk í fjósið; tók hann út kú
og tarf-snudda, sem hann fór með
út á hlað, og fóru þeir að halda
kúnni. Þetta gekk fremur illa, þvi
kýrin hafði lítið verið aðspurð
hvort hún kærði sig nokkuð um
þá þjónustusemi að sinni. Áttu
þeir svo í þessu basli þegar prest-
ur reið í hlaðið og kastaði á þá
kveðju. Gísli tók undir kveðjuna,
en bætti þegar við: „Aldrei er
góður maður auðum höndum hjá
standandi — og haldið þér nú frá
halanum, prestur góður!“
Prestur sneri þegar hesti sín-
um, og varð stutt um kveðjur þeg-
ar hann reið brott — enda varð
ekki af húsvitjun að því sinni.
Til lesenda.
Með þessu hefti Urvals hækkar
útsöluverð þess I kr. 12.50 hvert
hefti og áskriftarverð í 85 krónur
árgangurinn, 8 hefti. Verðið hefur
nú haldizt óbreytt í fimm ár, þrátt
fyrir miklar hækkanir á þeim
tíma, en eftir að prentkostnaður
hækkaði nú fyrir skömmu tnn
15%, varð ekki lengur komizt
hjá hækkun. Væntir Hrval, að
lesendur skilji nauðsyn þessarar
hækkunar, og þeim mun betur, ef
þeir athuga, að árið 1942 kost-
aði Úrval 7 krónur heftið, en sið-
an hefur verðlag á flestum eða
öllum sviðum margfaldast, og að
Tjrval er, þrátt fyrir hækkunina,
ódýrara en flest önnur íslenzk
tímarit, miðað við stærð.