Úrval - 01.06.1955, Síða 11

Úrval - 01.06.1955, Síða 11
SKUGGINN 9 Mans; já, þar sat skuggi beint andspænis á meðal blómanna á svöiunum, og þegar lærði mað- urinn hreyfði sig, þá hreyfði skugginn sig líka, því það gerir hann ávallt. ,,Ég held skugginn minn sé það eina lifandi, sem sést þarna yfirfrá," sagði lærði maðurinn. „Sko, hvað nett hann situr þarna innan um blómin. Dyrn- ar eru opnar í hálfa gátt; nú ætti skugginn að vera svo nask- ur að fara inn og litast um og segja mér svo á eftir, hvað hann hefur séð. Já, þú ættir að vinna eitthvað þarft,“ sagði hann í gamni. „Gerðu nú svo vel og skrepptu inn fyrir; nú, nú, farðu þá!“ Og þar með kinkaði hann kolli til skuggans, og skugg- inn eins til hans. „Jæja! farðu þá, en svíkstu ekki um að koma aftur.“ Og lærði maðurinn stóð upp, og skugginn hans á svöl- um gagnbúans stóð líka upp, og lærði maðurinn sneri sér við og skugginn eins. Já, hefði ein- hver verið til að veita þessu al- mennilega eftirtekt, þá hefði hann getað séð greinilega, að skugginn gekk um hálfopnar dyrnar gagnbúans, alveg í sömu andránni sem lærði maðurinn gekk inn í herbergið sitt og hleypti niður gluggatjaldinu á eftir sér. Morguninn eftir fór lærðii maðurinn út til að fá sér kaffi og lesa fréttablöðin. „Hvað er þetta?“ sagði hann, þegar hann kom út í sólskinið, ,,er sem mér sýnist? Ég hef þá éngan skugga. Svo hann hefur þá far- ið sína leið í gærkveldi og ekki komið aftur. Það er leiðinlegur skolli.“ Og honum sárnaði í skapi, ekki svo mjög af því, að skugg- inn var horfinn, heldur af hinu, að hann vissi, að til var saga um skuggalausan mann, og að þá sögu þekkti og kunni hver maður í köldu löndunum, og þegar nú hann, lærði maðurinn, kæmi heim og segði sína sögu, þá mundu þeir segja, að hann væri að líkja eftir öðrum, en þess þóttist hann ekki þurfa. Hann vildi því alls ekkert á þetta minnast, og var það rétt og skynsamlega hugsað af hon- um. Um kvöldið gekk hann aftur út á svalirnar hjá sér. Ljósið hafði hann, eins og lög gera ráð fyrir, sett að baki sér, því skugginn vill ætíð hafa herra sinn að hlíf, en ekki tókst hon- um að lokka hann að sér. Hann gerði sig lítinn, hann gerði sig stóran, en enginn varð skugg- inn. Hann sagði: „humm, humm!“ en ekkert stoðaði það. Það var leiðinlegt mjög, en þarna í heitu löndunum vex allt svo fljótt, og að átta dögum liðnum sér hann, þegar hann kemur út í sólskinið, að farinn er að vaxa nýr skuggi út úr fótum hans. Honum þótti und- urvænt um það; hann réð af því, að rótin mundi hafa setið eftir. Og að þrem vikum liðn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.