Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 14

Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 14
12 ÚRVAL og það er sannleikur. Eg hef séð allt og ég veit allt.“ „Skálddísin!" kallaði lærði maðurinn upp. ,,já, já, hún er oft einsetukona í stórborgunum. Skálddísin! Já, ég hef aðeins einu sinni séð hana í svip, en þá voru stírur í augunum á mér. Hún stóð á svölunum og skein eins og bragandi norður- ljós. Æ, segðu, segðu mér frá öllu. Þú varst á svölunum, þú fórst inn um dyrnar, og þá“------- ,,Þá var ég kominn í forsal- inn,“ sagði skugginn. „Þér hafið öllum stundum set- ið og horft yfir í forsalinn. Þar var alls ekkert ljós, þar var einskonar rökkur, en innar af voru stofur og salir í langri röð með opnum dyrum, sem stóðust á hverjar við aðrar, og var þar allt ljósum lýst. Ljós- in hefðu alveg gert út af við mig, ef ég hefði komizt alla leið til yngismeyjarinnar. En ég hafði vit fyrir mér; ég fór í hægðum mínum, og það á maður að gera.“ „Og hvað sástu þá?“ spurði lærði maðurinn. „Ég sá allt, og ég skal segja yður frá því — en, meðal ann- arra orða, það er alls ekki af neinum gikkshætti, heldur af því, að ég er nú frjáls orðinn, og svo líka vegna þeirrar þekk- ingar, sem ég hef til að bera, — að ég nú ekki nefni mína góðu stöðu og ágætu lífskjör, ■— þá væri mér ofur kært, ef þér vilduð þéra mig.“ „Æ, fyrirgefið mér,“ sagði lærði maðurinn, „það var af gamla vananum, sem loðir við. Þér hafið alveg rétt fyrir yður, og ég skal muna eftir því, en segið mér nú, hvað þér sáuð.“ „Allt,“ sagði skugginn, „ég sá allt og ég veit allt.“ „Hvernig er umhorfs í innstu sölunum?“ spurði lærði maður- inn, „var þar eins og í græn- um skógi? Var þar eins og í heilagri kirkju? Voru salirnir eins og stjörnubjartur himinn, þegar maður stendur uppi á háfjöllum?" „Þar var allt,“ sagði skugg- inn; ég fór ekki alveg inn, ég staðnæmdist í fremsta herberg- inu, í rökkurskímunni, en ég hafði þar beztu sjónarstöðu; ég sá allt, og ég veit allt. Ég hef verið við hirð skálddísarinn- ar, — í forsalnum.“ „En hvað sáuð þér? Gengu allir guðir fornaldarinnar um stóru salina? Börðust fornhetj- urnar? Léku blessuð börnin sér og sögðu frá draumum sínum ?“ „Ég segi yður svo mikið, að ég var þar, og skiljið þér, ég sá allt, sem þar var að sjá. Hefðu þér komizt þangað yfr- um, þá hefðuð þér ekki orðið að manni, en það varð ég. Og jafnframt fór ég að þekkja mitt innsta eðli, það, sem mér er meðskapað, og þá frændsemi, sem ég er í við skáldskapinn. Já, þegar ég var hjá yður, þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.