Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 19

Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 19
SKUGGINN 17 „Hvílíkur má sá maður vera, sem hefur svo vitran skugga!“ hugsaði hún með sér, „mikil blessuð hamingja mundi það vera fyrir þjóð mína og ríki, ef ég kysi hann fyrir eigin- mann; -— það geri ég!“ Og um það voru þau ekki lengi að koma sér saman, kóngs- dóttirin og skugginn, en enginn átti um það að vita, fyrr en hún kæmi heim í ríki sitt. „Enginn, ekki einu sinni skugginn minn,“ sagði skugg- inn og hugsaði margt. Komu þau nú 1 landið, þar sem kóngsdóttirin annaðist stjórnina, þegar hún var heima. „Heyrðu, góði vinur!“ sagði skugginn við lærða manninn, „nú er ég orðinn svo hamingju- samur og voldugur sem nokkur getur orðið, og nú ætla ég líka að gera meira en lítið fyrir þig. Þú skalt hafa ævivist hjá mér í höllinni, aka með mér í mínum konunglega vagni og hafa að launum hundrað þúsund ríkis- dali á ári, en þú verður að láta menn kalla þig skugga, hvern sem einn. Þú mátt ekki láta á því bera, að þú hafir nokkurn tíma verið maður, og þegar svo ber undir, sem ekki er nema einu sinni á ári, að ég sit á svölunum í sólskininu og lofa mönnunum að sjá mig, þá verð- ur þú að liggja við fætur mér, eins og skugga hæfir. Þér að segja, ætla ég að eiga kóngs- dótturina, og í kvöld á brúð- kaupið að vera.“ „Nei, þetta tekur þó engu tali,“ sagði lærði maðurinn, „það vil ég ekki, og það geri ég ekki. Það væru svik við landið og við kóngsdótturina líka. Ég segi alt eins og er, að ég er maðurinn, en þú ert skugginn. Þú ert ekki nema gervið tómt.“ „Enginn leggur trúnað á slíkt,“ mælti skugginn, vertu nú góður, að öðrum kosti kalla ég á hallarverðina." „Ég fer beint til kóngsdótt- urinnar," sagði lærði maðurinn. „En ég fer til hennar fyrst,“ sagði skugginn, „og þú ferð í myrkrastofu.“ — Og það varð hann að fara, því verðirnir hlýddu honum, sem þeir vissu, að kóngsdóttirin ætlaði að gift- ast. „Þú skelfur," sagði kóngs- dóttirin, þegar skugginn kom inn til hennar, „hefur nokkuð komið fyrir ? Þú mátt ekki sýkj- ast undir kvöldið. Nú á brúð- kaupið að vera.“ „Mér hefur mætt það hræði- legasta, sem að höndum getur borið, og nú skaltu heyra! Já, heilinn í svona skuggagreyi þol- ir ekki mikið. —- Geturðu í- myndað þér það? — Skugginn minn er orðinn vitlaus og held- ur, að hann sé maðurinn og að ég — hvað lízt þér? — að ég sé skugginn hans.“ „Það er hræðilegt,“ sagði kóngsdóttirin, „það mun þó vera búið að loka hann inni?“ „Svo er víst. Ég er hræddur um, að honum batni aldrei.“ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.