Úrval - 01.06.1955, Page 23

Úrval - 01.06.1955, Page 23
SPURNINGAR OG SVÖR UM OFFITU 21 Það gæti verið brjóstsykursmoli eða kökubiti eða mjólkurglas; flestar fæðutegundir auka blóð- sykurinn. Við ráðleggjum mönn- um að „fá sér bita“ — narta í eitthvað að morgninum, sem þeir að jafnaði borða um há- degið, og um eftirmiðdaginn það sem þeir eru vanir að borða til kvöldverðar. Fá sér til dæmis glas af mjólk um ellefu leytið í stað þess að drekka það með hádegismatnum. Með því móti er blóðsykurmaginu haldið uppi og matarlystinni niðri. En hvaö um megrunarlyf? Það eru til nokkur gagnleg megrunarlyf, en þau fást aðeins gegn lyfseðlum og skyldi eng- inn nota þau nema í samráði við lækni. Við vitum ekki fylli- lega hvernig þau verka, en þau draga úr matarlystinni. Er offita aö einhverju leyti arfgeng? Fátt bendir til að svo sé. Or- sakir offitu eru margar og margvíslegar, en gangurinn er venjulega sá sami — maður fitnar af því að maður neytir meiri fæðu en líkaminn brennir. Maður þarf ekki endilega að vera feitur af því að flestir eða allir í fjölskyldunni eru feitir. En ef allir á heimilinu borða eins og soltnir úlfar, er líklegt að maður venjist á það líka. Þetta á einkum við um börn, sem taka upp siði og hætti hinna fullorðnu. Munduö þér vilja telja of- fitu til sjukdóma? Já, hún er vissulega sjúk- dómur. Offita og ofdrykkja eiga margt sameiginlegt. Fólk, sem á við geðræn vandamál að stríða, finnur fró í því að borða mikið á sama hátt og drykkju- manninum er fró í því að drekka áfengi. Er þaö rétt, aö hœgt sé aö losa sig viö óþarfa fitu meö áreynslu eöa Ukamsœfingum? Ekki alltaf. En hæfileg á- reynsla hefur góð áhrif. 1 til- raunastöð okkar höfum við komizt að raun um, að dýr geta reynt á sig upp að vissu marki án þess að matarlyst þeirra auk- ist. En fari áreynslan fram yf- ir það mark, verða þau svöng. Sá sem iðkar erfiða leiki eða íþróttir um helgar borðar drjúg- um meira á eftir og fær þannig aftur þær hitaeiningar, sem hann hefur hlaupið af sér. Um hóflega, reglulega áreynslu gegnir öðru máli. Með því til dæmis að ganga tvo til þrjá km á hverjum degi — fara t.d. til vinnunnar á faratækjum postulanna í stað þess að aka í bíl — eyðast hitaeiningar án þess að matarlystin aukist. Draga reykingar úr matar- lystinni ? Fyrir því er ekki til nein ör- ugg vissa. En menn sem hætta að reykja þyngjast oft fyrst á eftir. Verið getur, að maturinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.