Úrval - 01.06.1955, Síða 25
filæparít og bandarískir liínaðarhættir.
Grein úr „The Listener“,
Eftir Irving' Samoff.
tJrval hefur áður (í Jt. hefti 13. árg.) birt ítarlega grein um glcepa-
ritin, þetta óhugnanlega fyrirbrigði í vestrænni menningu. Ráð-
stafanir til varnar þessum ófögnuði hafa verið rœddar á ýmsum
þjóðþingum, m. a. hér og í Bretlandi. Fyrir nokkru flutti ámertskur
maður, Irving Sarnoff, erindi í brezka útvarpið um þessi mál.
Erindið kallaði hann „Grime Comics and the American Way of
Life“. Gerir hann þar tilraun til að grafast fyrir rót meinsins,
kryfja til mergjar hvað það er i lifnaðarháttum. bandarisku þjóð-
arinnar, sem veitír þessu illgresi í menningunni vaxtarskilyrði.
Eru niðurstöður höfurídar mjög athyglisverðar og eiga vissulega
erindi til allra, sem bera hag vestrœnnar menningar fyrir brjósti.
Erindið fer hér á eftir i óstyttri þýðingu.
1 SÍÐASTLIÐNU ÁRI hafa
-*»- glæparitin, þessi skugga-
hlið á bandarískum útflutnings-
vörum, orðið brezkum almenn-
ingi mikið umræðuefni. Þau
ihafa leyst kappræður manna úr
læðingi. Þingmenn og blaða-
menn hafa sótt og varið. Það
virðist sem litlu sé þar við að
bæta, en þó gæti það orðið til
nokkurrar gagnsemi, að ræða
stuttlega um efnið og reyna að
tengja það þeirri menningu, sem
það er runnið frá.
Bók dr. Fredricks Wertham:
Seduction of the Innocent, sem
nýlega er komin út, er góð-
ur umræðugrundvöllur. Dr.
Wertham er mikilsmetinn
bandarískurgeðlæknir og þekkt-
ur víða um lönd. Fyrir rúmum
sjö árum, er hann gegndi störf-
sem sem geðlæknir, vaknaði
hann til vitundar um skaðsemi
glæparitanna, og allt frá þeim
tíma hefur hann rannsakað þau
og áhrif þeirra eljlaust. Dr.
Wertham lýsir glæparitunum
nákvæmlega og birtir úr þeim
nokkrar hryllilegar myndir, svo
að við getum séð sýnishorn úr
þeim með eigin augum. Vissu-
lega verðum við að sjá glæpa-
ritin til þess að trúa. Eins og
dr. Wertham bendir á, er flestu
fullorðnu fólki ókunnugt um
það hyldýpi spillingarinnar, sem
birtist í þessum ritum og einnig
um það, hversu útbeidd þau eru.
Dr. Wertham telur — og er
hann þó neðan við allar opin-
berar tölur, — að 60.000.000
svokallaðra hasarblaða séu seld-
ar í Bandaríkjunum á mánuði
hverjum. Lítill hluti þeirra er
til þess að gera skaðlaus, eins