Úrval - 01.06.1955, Síða 26
24
ÚRVAL
konar afbrigði af „Andrési
Önd“. Langflest eru glæparitin.
Auk þess fer því fjarri, að tala
seldra rita á mánuði gefi til
kynna allan lesendaf jöldann,
því að sum þeirra fara í gegn-
um margar hendur, eru seld aft-
ur eða lánuð. Mestur meirihluti
þessara glæparita fjallar um
hatrið sem endanlegt markmið.
Og oftast er glæpurinn notaður
sem verkfæri hatursins. Venju-
legast eru sögurnar látnar ger-
ast í stórborgum, en sumar fara
þó fram í tilbúnu umhverfi, t.
d. í hinu villta vestri. Þau eru
prentuð sem smárit og á mjög
ódýran pappír. Ekki má blanda
þeim saman við myndasögur
dagblaðanna, sem eru undir ná-
kvæmu eftirliti ritstjórnarinn-
ar. Fullorðnum dagblaðalesend-
urn er því hlíft. En glæparitin
eru aftur á móti aðallega gefin
út fyrir börn og þar er það ekki
hryllingurinn, sem gerður er út-
rækur, heldur allt það, sem vak-
ið gæti heilbrigða kýmni og ein-
lægni barnsins. Þau eru gjör-
sneydd því að vera fyndin. I
stað þess beita höfundar þeirra
ógeðfelldri leikni sinni til þess að
útmála ofbeldið og ruddaskap-
inn með sem svakalegustum
myndum. Hugarflugi hins unga
lesanda er ekkert tækifæri gef-
ið til þess að njóta sín. Með
aðstoð einsatkvæðisorða, og þá
einna helzt einhvers konar
hljóðgervinga, nær rudda-
mennskan því hámarki, og er
birt í svo nákvæmum smáatrið-
um, að áhrifin verða verri en af
hinni svæsnustu martröð. Augu
eru stungin út og limir höggn-
ir af. Saklausu og dyggðugu
fólki er hent á bálköst, kæft
eða gefið eitur. Hvarvetna flæð-
ir blóðið úr opnum sárum, högg-
ormabitum, stungum eftir sam-
vizkulausa bófa, sem njóta þess
að kreysta líftóruna úr saklaus-
um fórnardýrum sínum.
A.uk hreinnar og óblandinnar
kvalafýsnar, lýsir Dr. Wertham
einnig ýmsum öðrum tegundum
haturs, sem birtast í ritum þess-
um. Einkum nefnir hann
grimmd við konur, svertingja,
útlendinga, lögreglumenn og
löghlýðna borgara. Ásamt hatr-
inu eru kynferðismál og algeng.
Listamennirnir leggja sig mjög
á framkróka um að ýkja þá
líkamshluta konunnar, sem lík-
legastir eru til þess að æsa vax-
andi unglinga. Sérkennandi er
og, að kynhegðun er lýst svo
sem eigi hún ekkert skylt við
ást og vináttu. Þvert á mótí
eru mök kynjanna óspart krydd-
uð hinum sígilda bragðbæti
glæparitanna: kvalafýsninni.
Myndir, sem sýna nauðganir,
brottnám og konurán eru síður
en svo sjaldgæfar. Það virðist
vera ófrávíkianleg regla í glæpa-
ritunum, að bófinn skuli að
minnsta kosti einu sinni í hverri
sögu berja fórnarlamb sitt í
andlitið með byssuskeftinu. A
hinn bóginn er svo ein tegund
glæparitanna helguð stórkost-
legum skjaldmeyjum, sem hafa