Úrval - 01.06.1955, Page 27
GLÆPARIT OG BANDARlSKIR LIFNAÐARHÆTTIR
25
J>að að aðalmarkmiði, að kvelja
og pína hvern þann karlmann,
sem lendir í klóm þeirra. Dr.
Wertham vekur athygli okkar
á því, hversu mjög beri á ýms-
um einkennum kynvillu í þess-
ari tegund glæparita og eins
þeirri, sem dásamar hina nazist-
ísku ofurmannshugsjón.
IJtskýringar Dr. Werthams
oru bæði einfaldar og gamal-
kunnar. En þar sem þær stinga
nokkuð í stúf við þá áherzlu,
sem margir geðlæknar leggja
nú á ómeðvitaðar geðflækjur,
geta þær virzt býsna mikil nýj-
ung. Hann minnir okkur á, að
börn séu mjög sefnæm og að
þau skorti sjálfkrafa og full-
mótaða stjórn á athöfnum sín-
um og siðrænum viðhorfum. Þau
leita til fullorðna fólksins um
leiðsögn, um farvegi fyrir til-
finningar sínar, þarfir og þrár.
Glæparitin hefja til skýjanna
fullorðnar hetjur, sem beita ó-
lögmætu ofbeldi til þess að ná
tilgangi sínum, eða bara til þess
eins að veita útrás hatri sínu
og mannfyrirlitningu. Barnið
hneigist þannig til þess að temja
sér horf við mönnum og mál-
efnum, sem þrungin eru af
grimmd og kvalafýsn. Ályktun
Dr. Werthams er sú, að glæpa-
ritin uppskeri nákvæmlega eins
og þau sái. Hatur leiðir af sér
hatur, þjófnaður leiðir af sér
þjófnað og morð leiðir til morða.
Dr. Wertham sýnir fram á
það með mörgum sönnum dæm-
um, hvernig hugmyndir og at-
vik úr glæparitunum fléttast
inn í raunverulega glæpi. Með
því að styðjast við framburð
barnanna sjálfra lýsir Dr. Wert-
ham því, hvernig grimmd og
ofbeldi eru oft beinn árangur
af lestri glæparita. Fyrst þegar
börnin komast í kynni við glæpa-
ritin, virðast þau verða hrædd
og komast í uppnám. En haldi
þau áfram að lesa, hverfur
hræðslan og þau venjast smám
saman hryðjuverkum og blóð-
baði. Tilfinningar barnsins
sljóvgast, það verður ónæmt
fyrir þjáningum annarra, og svo
fer að lokum, að það finnur hvöt
hjá sér til að sýna lærdóm sinn
í verki.
Ekki eru allir embættisbræð-
ur Dr. Werthams sammála hon-
um um þessa skoðun. Sumir
barnaverndarsérfræðingar, þar
á meðal þeir, sem viðriðnir eru
útgáfu hasarblaðanna, halda því
fram, að glæparitin gefi með-
fæddri grimmd barnsins skað-
laus tækifæri til útrásar. Þessi
skoðun byggist á þeirri stað-
hæfingu, að sérhver maður búi
yfir meðfæddri grimmd, sem
einhvern veginn verði að koma
fram. Frá því sjónarmiði ættu
glæparitin að vera gagnleg, þar
sem þau eyða grimmd, sem ann-
ars kynni að fá útrás í glæp-
um.
Svar Dr. Werthams er, að
grimmdin sé ekki meðfædd, held-
ur sé hún aðeins andsvar við
mótdrægum lífskjörum (frust-
rations of life). En enda þótt