Úrval - 01.06.1955, Síða 32

Úrval - 01.06.1955, Síða 32
Hvergi er smygi jafnalgeng og arðsöm atvinna og á Spáni. Draumaland smyglaranna. Grein úr „Hörde Ni“, eftir Enrit|ue Wretman. FYRIR þann, sem leggja vill stund á smygl, er Spánn hinn ákjósanlegasti vettvangur. Það er hvortveggja, að atvinnan er ábatasöm sem og hitt, að það er síður en svo litið niður á smyglara á Spáni. Álitlegur hluti af auðjöfrum Spánar hafa grætt fé sitt á smygli. Þetta byggist ekki hvað sízt á því, að spænska ríkið fær megnið af tekjum sínum með óbeinum sköttum. Ef ríkið ætti að lifa eingöngu af því, sem þegnarnir borga í beina skatta, þá mundi það vera svo fátækt, að það gæti aðeins borgað brot af út- gjöldum sínum. Opinberir starfs- menn á Spáni eru mjög illa laun- aðir, svo illa, að ef ég segði ykkur hvað kennari eða skrif- stofustjóri hafa í laun, munduð þið ekki trúa því, einkum ef þið sæjuð hve góðu lífi sumir þeirra lifa. En það er önnur saga. Á Spáni er það þannig, að hinir ríku borga litla skatta en fátækiingarnir mikla. Verka- maður og óbreyttur launþegi borgar 17—18% í skatta, en kaupsýslumaður aðeins 6—7%. Afleiðingin verður sú, að það sem ríkið fær inn með beinum sköttum hrekkur skammt, en tollkerfið er þeim mun mikil- vægara fyrir efnahag þess. Á Spáni eru vörur sem sagt ekki tollaðar til þess að vernda inn- lendan iðnað, heldur til þess að ríkiskassinn sé ekki alltaf tóm- ur. Til er spænskt orðtæki sem hljóðar svo: „Hecha la ley, he- cha la trampa.“ Á íslenzku gæti hann hljóðað: „Ný lög bjóða nýjum svikum heim.“ En með þessu eiga Spánverjar við, að um leið og ríkið leggur toll á eitthvað, byrji fólkið að svíkja undan tolli með því að smygla. Á Spáni er það talinn ljótur löstur að hafa í frammi svik og pretti við annan mann, en ekkert er talið sjálfsagðara en að beita ríkið slíkum brögð- um. Það stafar af því, að ríkið hefur aldrei notið sérlega mikils álits. Engu máli skiptir hvort það er konungsríki eða lýðveldi, einræðisríki eða lýðræðisríki. Sú skoðun hefur alla tíð verið ríkjandi, að þeir sem stjórna séu verstu svikararnir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.