Úrval - 01.06.1955, Page 41

Úrval - 01.06.1955, Page 41
ÚTVAKPSVIÐTAL VIÐ INGRID BERGMAN 39 þekkjari og hefur yndi af að umgangast allskonar fólk. Hann hefur verið víðast hvar á ítalíu og ég hef verið með honum, ég hef verið í fylgd með honum jjegar hann hefur verið að spjalla við sjómennina sína, set- ið með þeim í kránni yfir glasi af víni og hlustað á tal þeirra. Þetta er fólkið og það spyr ekki um hvort hann sé leikstjóri og konan hans leikkona, heldur er- um við öll aðeins menn. Kannski er þetta af því hvernig ítalska þjóðin er gerð. ítalir eru sjálfir svo fljótir til, svo náttúrlegir. Þeim finnst ekkert merkilegt þótt einhver hafi verið heppinn og hlotið frægð og sé ríkari en þeir. Þeir halda virðuleik sínum óskertum. Það var þetta sem ég tók sérstaklega eftir í Ítalíu, að fátæklingarnir — því að það er óskapleg fátækt þar, meira en við getum gert okkur í hugar- lund hér í Svíþjóð — þetta fá- tæka fólk í tötrum sínum heldur mannlegum virðuleik sínum. Það talar hreinskilnislega við mann, hræsnar ekki og minnk- ast sín ekki. Það horfir ófeimið á mann með augum sem segja: þú varst heppin, en ég ekki, en ég er jafngóður maður og þú fyrir því. Það er svo auðvelt að umgangast fólk í Italíu af því að það er svo opinskátt og skrafhreyfið. Italir segja mein- íngu sína tæpitungulaust, sam- ræðurnar geta verið ákafar og stundum rjúka þeir upp í vonzku, en á næsta augabragði er allt fallið í ljúfa löð. Þetta gerir fólkið auðvitað opinskárra og glaðlyndara, og maður kenn- ir óumræðilegrar hlýju og ást- úðar í garð ítölsku þjóðarinnar. Fr.: Og hér heima er af- staða manna öll önnur. Ef þér talið um velgengi yðar og sigra úti í heimi, þá er kannski litið á það sem gort, því að þannig erum við. B.: Já, ég skil það, en ég kann heldur ekki við uppgerðar- lítillæti. Segi maður við hús- móður hér í Svíþjóð: en hvað þetta er góður matur! þá er svarið alltaf: ónei, minn matur er ekki góður, þér hafið sjálf- sagt borðað miklu betri mat annars staðar!“ Og segi maður: enn hvað þér eruð í fallegum kjól! — er svarið: ónei, hann er ekki fallegur, ég keypti hann á útsölu, hann er ekkert sér- stakt. Hafi maður orð á því að börnin séu falleg, er svarið: börnin mín eru ekki falleg, þau eru ljót, en börnin yðar eru falleg. Og áfram í þessum dúr, að mér finnst. Þetta er kannski dálítið ýkt, en ekki fjarri sanni. Ég tók eftir því þegar ég kom til Ame- ríku, að þegar maður sagði: nei, hvað þér eruð í fallegum kjól! — þá var svarað: Thank you! Öðru ekki. Og það er líka rétt. Maður klæðir sig ekki í flík, sem manni finnst hræðilega ljót, og manni finnst ekki, að manns eigin börn séu ljót. Mér finnst maður eigi að segja eins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.