Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 46
44
ÚRVAL
lýstist að hann væri kommún-
isti.
Stouffer finnur talsverða
huggun í því, að meira umburð-
arlyndis skuli gæta hjá þessum
leiðtogum, en almenningi. En
mikilvægari er þó sú staðreynd,
að 89% leiðtoganna skyldu ekki
vilja leyfa kommúnista að
stunda kennslu, heldur en hitt,
að sú hundraðstala var 5 lægri
en hjá almenningi. Jafnvel með-
al leiðtoganna vildi tæpur helm-
ingur unna kommúnistum mál-
frelsis. Þetta eru ískyggilegar
tölur fyrir þá, sem telja frels-
ið mikilvægt lýðræðinu.
Er þessi vitnisburður um al-
mennan skort á umburðarlyndi
þá vísbending um, að banda-
ríska þjóðin sé að varpa frels-
ishugsjónum sínum fyrir borð?
Stouffer trúir ekki að svo sé,
og setur einkum traust sitt á
áhrif ,,ábyrgra leiðtoga" til
uppfræðslu og menntunar. En
þá mætti spyrja: hvaða leiðtoga
— þeirra 49%, sem svifta vilja
kommúnista málfrelsi? Ég er
raunar þeirrar skoðunar, að
nokkur ástæða til bjartsýni sé
fólgin í þeirri staðreynd, að
leiðtogar Stouffers eru alls
ekki í hópi þeirra, sem mestu
ráða um mótun almennings-
álitsins í landinu. Þeir eru allir
valdir úr smærri borgum, en
það má telja næstum öruggt, að
leiðtogar í stórborgum landsins,
í óháðum félagasamtökum, sem
taka til alls landsins og í ríkis-
stjórn, myndu sýna meira um-
burðarlyndi en hinir smáborg-
araiegu leiðtogar Stouffers. Og
það eru án efa þeir, sem ráða
rnestu um mótun almennings-
álitsins í landinu.
,,Að vasast í félags- og stjórn-
málum,“ skrifaði franski rit-
höfundurinn de Tocqueville fyr-
ir röskum 100 árum í hinni stór-
merku bók sinni La démocratie
en Amérique, „er helzta áhuga-
mál Ameríkumannsins, og svo
að segja eina skemmtun hans“.
Við sem nú lifum hljótum ann-
að hvort að véfengja þessi um-
mæli hins franska rithöfundar
eða furða okkur stórkostlega á
þeirri miklu breytingu, sem
orðið hefur á einni öld. Nú-
verandi ástand er að minnsta
kosti augljóst: dagleg hugðar-
efni Ameríkumannsins eru
fjarri vettvangi stjórnmálanna.
Þau skipa óæðri sess í athafna-
og hugsanalífi hans, nema helzt
þegar til stórtíðinda dregur í
alþjóðastjórnmálum eða for-
setakjör stendur fyrir dyrum.
Vökustundir hans er hugurinn
bundinn við f jölskyldu, atvinnu,
kaupskap, föndur og skemmt-
anir.
Af skoðanakönnun Stouffers
sést, að umburðarlyndis er
einkum vant meðal þeirra, sem
minnst láta sig skipta opinber
mál. Og einmitt þetta er mikil-
væg vísbending um, að það um-
burðarleysi og fáfræði, sem ame-
ríska þjóðin gerir sig oft bera
að í skoðanakönnunum, táknar
ekki endilega, að lýðveldið sé