Úrval - 01.06.1955, Side 47

Úrval - 01.06.1955, Side 47
SKOÐANAKÖNNUN UM KOMMÚNISMA OG LÝÐRÚTTINDI 45 komið að fótum fram. Sann- leikurinn er sá, eins og Stouff- er bendir réttilega á, að niður- stöður skoðanakönnunarinnar veita aðeins upplýsingar um viðhorf, duldar hneigðir, sem ekki er víst að kæmu til fram- kvæmda, þótt tækifæri biðist. Mikilvægt í þessu sambandi er, að spurningar þær, sem bornar eru fram í skoðanakönnuninni, fjalla yfirleitt um málefni, sem ekki koma til kasta hins óbreytta borgara. Það skiptir því í reyndinni ekki miklu máli þó að t. d. 75% leiðtoga og 88 % almennings segi, að þeir myndu neita guðleysingjum um rétt til að kenna í háskóla. Þeir sem dómbærastir eru á þessu sviði, þeir sem fjalla eiga um málin og fá þau til úrskurðar, eru kennarar og stjórnendur æðri menntamála. Og hvert, sem svar þeirra yrði í almennri skoðanakönnun, mun óhætt að treysta því, að í ákvörðunum sínum myndu þeir ekki ganga á rétt trúleysingjanna. I reynd- inni er það svo, að örsjaldan er spurt um þetta atriði. Þeir, sem telja frjálslyndi og lýðræði einhvers virði, munu ekki gera lítið úr þeim skorti á næmleik og þekkingu, sem skoðanakönnunin leiddi í ljós að ríkir meðal kjósenda. Hún minnir þá enn einu sinni á, að lýðræðið er ferli (process), sem aldrei lýkur, aldrei nær full- komnun. Hún mun einnig verða hvöt til dáða þeim, sem telja stjórnmál mikilvæg og finnst núverandi ástand óviðunandi. Mestu varðar þó, að við ger- um okkur ljóst, að þótt ofstæki og þröngsýni fari mikinn, jafn- vel innan valdamikilla hópa í þjóðfélaginu, boðar það ekki endilega feigð lýðveldisins. 1 fyrstu viðbót við stjórnarskrá Bandaríkjanna frá árinu 1791 segir: „Þingið má ekki sam- þykkja nein lög . . . sem tak- marka málfrelsi.“ Tæpum sjö árum síðar, þegar Bandaríkin áttu í köldu stríði við Frakk- land (ekki Rússland) voru sam- þykkt hin svonefndu uppreist- arlög þar sem það er talinn glæpur ,,að stofna til samtaka eða samsæris í því skyni að berjast gegn ráðstöfunum . . . stjórnar Bandaríkjanna . . . eða skrifa, prenta, láta í ljós eða birta opinberlega . . . nokk- ur röng, hneykslanleg og ill- gjörn skrif . . . gegn ríkis- stjórninni.“ Ákafamenn þeirra tíma trúðu því, að dagar lýð- veldisins væru senn taldir. Ráð- leggingar Jeffersons til landa sinna þá eru í fullu gildi enn í dag: „Hafið dálitla biðlund og þá munum vér sjá galdra- brennuöldina líða hjá.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.