Úrval - 01.06.1955, Page 47
SKOÐANAKÖNNUN UM KOMMÚNISMA OG LÝÐRÚTTINDI 45
komið að fótum fram. Sann-
leikurinn er sá, eins og Stouff-
er bendir réttilega á, að niður-
stöður skoðanakönnunarinnar
veita aðeins upplýsingar um
viðhorf, duldar hneigðir, sem
ekki er víst að kæmu til fram-
kvæmda, þótt tækifæri biðist.
Mikilvægt í þessu sambandi er,
að spurningar þær, sem bornar
eru fram í skoðanakönnuninni,
fjalla yfirleitt um málefni, sem
ekki koma til kasta hins
óbreytta borgara. Það skiptir
því í reyndinni ekki miklu máli
þó að t. d. 75% leiðtoga og
88 % almennings segi, að þeir
myndu neita guðleysingjum um
rétt til að kenna í háskóla. Þeir
sem dómbærastir eru á þessu
sviði, þeir sem fjalla eiga um
málin og fá þau til úrskurðar,
eru kennarar og stjórnendur
æðri menntamála. Og hvert,
sem svar þeirra yrði í almennri
skoðanakönnun, mun óhætt að
treysta því, að í ákvörðunum
sínum myndu þeir ekki ganga
á rétt trúleysingjanna. I reynd-
inni er það svo, að örsjaldan
er spurt um þetta atriði.
Þeir, sem telja frjálslyndi og
lýðræði einhvers virði, munu
ekki gera lítið úr þeim skorti
á næmleik og þekkingu, sem
skoðanakönnunin leiddi í ljós
að ríkir meðal kjósenda. Hún
minnir þá enn einu sinni á, að
lýðræðið er ferli (process), sem
aldrei lýkur, aldrei nær full-
komnun. Hún mun einnig verða
hvöt til dáða þeim, sem telja
stjórnmál mikilvæg og finnst
núverandi ástand óviðunandi.
Mestu varðar þó, að við ger-
um okkur ljóst, að þótt ofstæki
og þröngsýni fari mikinn, jafn-
vel innan valdamikilla hópa í
þjóðfélaginu, boðar það ekki
endilega feigð lýðveldisins. 1
fyrstu viðbót við stjórnarskrá
Bandaríkjanna frá árinu 1791
segir: „Þingið má ekki sam-
þykkja nein lög . . . sem tak-
marka málfrelsi.“ Tæpum sjö
árum síðar, þegar Bandaríkin
áttu í köldu stríði við Frakk-
land (ekki Rússland) voru sam-
þykkt hin svonefndu uppreist-
arlög þar sem það er talinn
glæpur ,,að stofna til samtaka
eða samsæris í því skyni að
berjast gegn ráðstöfunum . . .
stjórnar Bandaríkjanna . . .
eða skrifa, prenta, láta í ljós
eða birta opinberlega . . . nokk-
ur röng, hneykslanleg og ill-
gjörn skrif . . . gegn ríkis-
stjórninni.“ Ákafamenn þeirra
tíma trúðu því, að dagar lýð-
veldisins væru senn taldir. Ráð-
leggingar Jeffersons til landa
sinna þá eru í fullu gildi enn
í dag: „Hafið dálitla biðlund
og þá munum vér sjá galdra-
brennuöldina líða hjá.“