Úrval - 01.06.1955, Síða 56

Úrval - 01.06.1955, Síða 56
54 ÚR VAL lífsmótandi afl í heimspeki og bókmenntum bæði í Frakklandi og utan þess. Descartes, Rous- seau, Bacon, jafnvel Spinoza hafa fjölmargt af honum lært. Enn í dag er hann furðumikið lesinn og hugsun hans lifir enn í samtíð okkar. Að lesa Mon- taigne er eins og að tala við gáfaðan og skemmtilegan mann. Þú flettir einhvers staðar upp í bók hans, brýtur upp á ein- hverju samtalsefni, og viðræð- urnar berast brátt um heima og geima, og eins og í samtali, hirðir þú hvorki um, á hverju samtalið hófst, né á hverju það endar. Þetta var unaðsstund og það er þér nóg. Þú sérð brátt, að það, sem þú hugðir fyrst galla á gerð ritsins, eru kostir þess, þegar til lengdar lætur. Og þú finnur, að fáum höfundum hefur tekizt betur en Montaigne að ná markmiði því, sem fyrir þeim hefur vakað. Með því að lýsa sjálfum sér hefur hann lýst manneðlinu. Sýniskaflar úr „ESSAIS“ Eftir IMichel de Montaigne. Hugleiðingar um dauðann. Takmark ævi vorrar er dauð- inn. Oss er nauðsyn að stefna stöðugt í átt til hans. Ef hann skelfir oss, hvernig getum vér þá gengið svo mikið sem einu skrefi lengra án hitasóttar? Al- þýðumaðurinn losar sig úr klíp- unni með því að leiða hjá sér að hugsa um hann. En hvílíkt skilningsleysi skepnunnar er það, sem slegið getur hann því- líkri hlindu? . . . En það er brjálæði af mönn- um að ímynda sér, að þeir geti sloppið á þann hátt. Þeir koma, þeir fara, þeir ganga, þeir dansa. En um dauðann heyrist ekkert nýtt. Allt er harla gott, en þegar hann svo vitjar þeirra, eiginkvenna þeirra, barna eða vina, án þess að gera nokkurt boð á undan sér, þá veina þeir og reita hár sitt og fyllast ör- væntingu. Hver hefur nokkurn tíma séð þvílíka breytingu, því- líka skelfingu? Vér eigum að horfast í augu við hann áður en svo langt er komið . . . Væri dauðinn óvinur, sem hægt væri að komast undan, mundi ég ráð- leggja fólki að fá sér hugleysið að vopni; en af því að svo er ekki, af því að hann nær þér,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.