Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 60
•58
ÚRVAL
einungis að borða ögn af því
lyfi, sem Epimenides stillti sult
sinn með til viðhalds líftóru
sinni; heldur ekki að vér ölum
börn vor, án allrar tilfinningar,
gegnum fingur eða hæla, eða
að líkaminn sé gersneyddur
ástríðu og losta; þesskonar
mæðuandvörp eru vanþakklæti
og ósanngirni. Ég tek af ein-
lægni og þakklæti við því, sem
náttúran hefur gert fyrir mig;
ég gleðst yfir því og tel mig
sælan að fá að njóta þess. Vér
gerum hinum mikla, almátt-
uga gjafara rangt til, ef vér
höfnum gjöfum hans, þurrk-
um þær út eða afmyndum
þær . . .
Náttúran er mildur leiðbein-
andi, en þó er mildi hennar
ekki meiri en hyggindi hennar
og réttlæti. Ég leita allsstaðar
að sporum hennar. Vér höfum
aflagað hana og bætt nýj-
um, tilgerðum dráttum í ásjónu
hennar. Er það ekki villa, að
telja sumar athafnir óæðri öðr-
um af því að þær eru nauðsyn-
legar? Þessvegna getur enginn
fengið mig ofan af þeirri skoð-
un, að hjónaband milli gleðinna
og hinnar gagnlegu nauðsynj-
ar sé ekki einkar velviðeigandi
. . . Hví skyldum vér slíta jafn-
traust og innilegt band? Vér
skulum þvert á móti styrkja
það með gagnkvæmri þjónustu:
láta andann vekja og lyfta
líkamanum og líkamann aftur
á móti stöðva og festa flug and-
ans. í þeirri gjöf, sem guð hef-
ur gefið oss, er ekkert, sem
ekki kallar á umhyggju vora.
Oss ber að standa reiknings-
skap á henni til síðasta eyris.
Og það er ekki innantómt, yfir-
borðslegt hlutverk fyrir mann-
inn að lifa í samræmi við nátt-
úru sína: það hlutverk er yfir-
lætisleysið sjálft, náttúran gaf
oss það í fæðingargjöf, og skap-
arinn gaf oss það í fyllstu
alvöru og að yfirlögðu ráði . . .
Eg undanskil hér þær sóma-
kæru sálir, sem í krafti fróm-
leiks og trúar lifa í stöðugum
hugleiðingum um hið himneska,
og sem neita með fyrirlitningu
að hafa nokkur skipti af hin-
um vesælu og ótryggu lífs-
nautnum vorum, og sem
áhyggjulausar láta líkamann
einan um að annast holdlega og
tímanlega næringu. Og ég
blanda þeim ekki saman við
oss, hyskið, og heldur ekki
saman við allar þessar tómu og
hégómlegu óskir og hugsanir,
sem leiða oss á villigötur.
. . . Þær vilja fara út fyrir
sjálfar sig og flýja manneðlið,
en það er fávizka. 1 stað þess
að breyta sér í engla, breyta
þær sér í dýr . . . Ekkert finnst
mér mannlegra hjá Plató en
það, sem einmitt er kallað guð-
dómlegt í fari hans. Af vís-
indum vorum finnst mér þau
lægst og jarðneskust, sem lyft
hafa sér hæst; og ég finn ekk-
ert jafn vesælt og veraldlegt í
lífi Alexanders mikla og draum-
óra hans um að láta dýrka sig