Úrval - 01.06.1955, Side 61

Úrval - 01.06.1955, Side 61
SÝNISKAFLAR ÚR „ESSAIS" 59 sem guð. Fílotas sneiddi skemmtilega að honum í svari sínu. Hann hafði glaðst skrif- lega með honum yfir véfrétt Júpiter Hammons, sem skipað hafði honum sess meðal guð- anna: „Þín vegna gleðst ég; en það er ekki hægt annað en vor- kenna því fólki, sem þarf að umgangast og hlýða manni, er ekki lætur sér nægja takmörk mannlegs eðlis, heldur þráir að komast lengra.“ Hin æðsta fullkomnun, sem er líkt og guðlegrar ættar, er hæfileikinn til að fá eitthvað út úr lífinu á skynsamlegan hátt. Vér sækjumst eftir öðrum kjör- um, af því að vér skiljum ekki kosti þeirra, sem vér búum við, og vér svíkjum vort eigið eðli, af því að vér vitum ekki hvert hið sanna ástand þess er. Þess- vegna getum vér hreykt oss upp á stilkur eins og oss lystir; því að jafnvel á stiklum verðum vér að ganga á fótum vorum, <og jafnvel í hæsta hásæti heims- ins sitjum vér eftir sem áður á rassinum. Hin fegurstu lífs- form eru að mínu áliti þau, sem halda sér við jörðina og hafa hið sammannlega að fyrir- mynd, en án kraftaverka, án þess að hefja sig yfir fyrir- myndina. Aldrað fólk á þó af eðlisnauðsyn kröfu á mildari meðferð. Vér skulum því fela það á vald þeim guði*, sem er verndarengill heilbrigði og * Appolon. vizJciij vel að merkja þegar hann er kátur og geðgóður. Um fegurð. Fegurð verður aldrei nóg- samlega lofuð í mannlegu sam- félagi; hún er hið ágætasta tæki til að skapa velvild milli manna. Enginn er þvílíkur þurs, að hinn unaðslegi þokki hennar láti hann með öllu ósnortinn. Líkaminn gegnir miklu hlutverki í lífi voru; þessvegna veitum vér gerð hans og lögun verðskuldaða athygli. Þeir, sem greina vilja sundur sál og líkama og draga skil á milli þeirra, fara rangt að; sál- in og líkaminn eiga einmitt að mynda samstæðu og sameinast; sálin má ekki draga sig í hlé, lifa út af fyrir sig, fyrirlíta og svíkja líkamann (en það gæti hún aðeins gert með töfrabrögð- um), hún verður að sameinast honum aftur, faðma hann og þrá, hjálpa honum og gæta hans, gefa honum holl ráð, koma honum á réttan kjöl, þeg- ar hann lendir á villigötum, í stuttu máli: hún verður að gift- ast honum og þjóna honum sem sönn eiginkona, svo að starf beggja þjóni sama markmiði, en togist ekki á . . . Sókrates var hin sanna ímynd allra dyggða. Hvað mig tekur það sárt, að örlögin, að því er sagan hermir, skyldu gefa hon- um líkama, sem gjörsneyddur var fegurð og yndisþokka og í æpandi mótsögn við hina göf-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.