Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 63
'V’msar vísindalegar
nýjungar —
>>
I stuttu máli.
Úr „Science News Letter“.
Nýtt vaxtarefni.
Vísindamenn við grasa- og
lífefnafræðideild háskólans í
Wisconsin í Bandaríkjunum
hafa fundið nýtt efni, sem í
hreinu kristalsformi getur feng-
ið plöntufrumur til að skipta
sér eftir að þær eru komnar af
vaxtarskeiði.
Þetta vaxtarefni virðist hafa
eilífðaráhrif. Þegar það er sett
út í ræktunarvökva fyrir
plöntufrumur, sem fyrir löngu
eru komnar af vaxtarskeiði,
hyrja þær að skipta sér og
mynda nýjar frumur í það óend-
anlega. Fyrstu vaxtarmerkin
sjást venjulega eftir þrjá til
fimm daga.
Til þess að vöxturinn geti
haldið áfram, verða frumurnar
einnig að fá plöntuvaka, auxin,
sem hefur þau áhrif að frum-
urnar lengjast.
Þetta vaxtarefni hefur hlotið
nafnið kínetín. Þegar efnasam-
setning þess hefur fundizt, gera
menn sér vonir um að geta bú-
ið til afbrigði af því, sem stöðv-
að geti áhrif náttúrulegs kínet-
íns í krabbameinsfrumum, en
krabbameinsfrumur eru einmitt
haldnar þeirri ónáttúru að
skipta sér án afláts. Ef til vill
yrði með þessu móti hægt að
stöðva vöxt krabbameinsfruma.
þegar vísindamennirnir tóku í
Kínetín fannst af tilviljun
notkun fjögra ára gamla flösku
með DNA við tilraunir á ölgerl-
um. DNA er sýra, sem finnst í
öllum frumukjörnum.
Gáfur og mataræði.
Ef barnshafandi konur vilja,
að börn þeirra verði gáfuð, þá
er reynandi fyrir þær að taka
gnægð vítamína um meðgöngu-
tímann og meðan þær hafa
börnin á brjósti.
Rannsóknir, sem gerðar voru
við kennaradeild Columbia há-
skólans, leiddu í ljós, að víta-
míngjafir á fyrrgreindum tíma
hækki greindarvísitölu barn-
anna, að minnsta kosti fram að
fjögra ára aldri.
Um 2400 mæður og 1699
börn þeirra tóku þátt í þessum
tilraunum. Helmingur mæðr-
anna var á fæðingardeild í
sveitarhéraði í Kentucky, en
hinn helmingurinn á fæðingar-
deild í þéttbýlu borgarhverfi í
Norfolk í Virginia.
í hvorum hópnum um sig
fengu sumar mæðranna C-víta-
míntöflur, aðrar fengu eina eða