Úrval - 01.06.1955, Side 66
64
ÚRVAL
kjarnorkunnar í þágu iðnaðar-
ins. Hér fara á eftir nokkrar
af þessum spurningum og svör
mín við þeim:
Sp.: Álítið þér, að kjarn-
orkuver til orkuframleiðslu
muni fá þýðingu fyrir vanyrkt-
ar þjóðir og hve langt verður
þangað til kjarnorka verður
þeim að gagni?
Sv.: Kjarnorkan mun í fram-
tíðinni fá jafnmikla þýðingu
fyrir vanyrktar þjóðir og
vatsnorka, kola- eða gasorka.
í þeim vanyrktu löndum þar
sem gnægð er annarra orku-
linda, mun kjarnorkan ekki
hafa hagnýtt gildi næstu 10—
15 árin, eða þangað til hún er
orðin ódýrari en önnur orka.
Brýnasta verkefni kjarnorkunn-
ar i heiminum er sem stendur
að bæta upp aðrar orkulindir
þar sem þær eru að ganga til
þurrðar. Til þess mun hún verða
tiltæk kringum 1960.
Sp.: Er vandkvæðum bundið
að gera óskaðleg úrgangsefnin,
sem myndast við kjarnorku-
f ramleiðsluna ?
Sv.: Já, þetta er eitt af þeim
tæknilegu vandamálum, sem
leysa verður á næsta áratug.
Unnið er á víðtækum grund-
velli að lausn þess, og engin
ástæða er til þess að ætla, að
það verði ekki leyst, þegar þess
er gætt hve magn úrgangsefn-
anna er lítið.
Sp.: verður kjarnorkan
ódýrari en önnur orka?
Sv.: Kjarnorkan verður
sennilega dýrari en önnur orka
fyrstu fimm árin eftir að hún
er tekin í notkun, en eftir tíu
ár mun hún sennilega vera álíka
dýr.
Sp.: Hvaða líkur eru til þess
að skip verði knúin kjarnorku,
svo að hagnaður verði að?
Sv.: Ekki er líklegt, að kaup-
skip verði knúin kjarnorku
næsta áratug.
Sp.: Eru kjarnakleif efni
mikið notuð til lækninga?
Sv.: Urgangsefni frá kjarn-
oíkuverum eru mikið notuð til
lækninga. Harwellstöðin í Bret-
landi sendir um 12.000 send-
ingar á ári til spítala víða um
heim.
Sp.: Að hve miklu leyti hafa
kjarnakleif efni verið tekin í
notkun í iðnaði?
Sv.: Notkun slíkra efna í
iðnaðinum fer stöðugt vaxandi.
Nú þegar eru þau m. a. notuð:
Til að eyða stöðurafmagni
í vefnaði, sem myndast þegar
hann er ofinn, í radíótækni, við
olíuleit, til að fylgjast með
hreyfingpm vökva í pípum, til
að finna leka í vatnsleiðslum,
til eldvarna, til rannsókna í
þágu iðnaðarins, til að mæla slit
á tilraunavélum, sem notaðar
eru til að prófa smurningsolí-
ur, til að kanna gerð steypu-
málms og málblandna, til að
mæla næringarefni plantna í
jarðveginum og nýtingu áburð-
ar og til að rannsaka hreyfingu
sands eða leirs í ármynnum.