Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 67
Fróðleg greinargerð um málefni,
sem mikið hefur verið deilt
luu á unclanförnum árum.
Hver er reynslan af sæðingu kvenna?
Grein úr „Woman’s Home Companion",
eftir J. D. Rateliff.
AÐ er um það bil áratugur
síðan byrjað var á sæðingu
kvenna í ýmsum löndum. Nú er
svo komið, að þúsundir kvenna,
sem giftar eru ófrjóum mönn-
um, hafa eignast börn með þess-
ari aðferð.
Hvernig reynast þessi börn?
Er títt, að feður slíkra barna
ali í brjósti leynda óvild í garð
þeirra, af því að þau eru ekki
hold af þeirra holdi? Er al-
gengt, að mæðurnar þjáist af
sektarvitund vegna þess að þær
hafa alið barn föður, sem þær
hafa aldrei séð og geta aldrei
fengið að kynnast?
Um þetta segir læknir, sem
hefur langa reynslu á þessu
sviði: ,,Ég hef framkvæmt yfir
300 sæðingar, og mér er ekki
kunnugt um, að til skilnaðar
hafi komið í neinni þessari fjöl-
skyldu. Það hygg ég sé bezta
sönnunin um hvernig tekizt hef-
ur. Eiginmennirnir taka þess-
um börnum sem sínum eigin.
Þeir finna, að með barninu hef-
ur fjölskyldunni bætzt það, sem
skorti á til að fullkomna hana.“
Dr. Alan F. Guttmacher, yfir-
læknir og sérfræðingur í kven—
sjúkdómum og fæðingarhjálp,
segir: „Þessi börn eru foreldr-
unum jafnvel dýrmætari en
börn getin á eðlilegan hátt. Án
sæðingar myndu þessar konur
ekki hafa getað orðið mæður.
Börn, sem þannig eru getin, eru
alltaf kærkomin. Ég þekki ekk-
ert dæmi úr mínu starfi, sem
illa hefur tekizt til um.“
Þrátt fyrir deilur, sem uppi
hafa verið og eru um sæðingu,
er reynslan ótvírætt sú, að
börn, sem þannig eru getin,
njóta ástar beggja foreldranna.
Hvernig er þessi getnaðarað-
ferð framkvæmd ? Fyrst gengur
læknirinn úr skugga um, hvort
eðlilegt egglos er hjá hinni
væntanlegu móður — hvort hún
getur alið barn — og hvenær
frjósemistími hennar er. Næsta
skrefið er að finna sæðisgjafa.
Venjulega er það læknastúdent
eða sjúkrahúslæknir. Tekið er
tillit til sérkenna eiginmanns-
ins. Rauðhærður sæðisgjafi er-
t.d. aldrei valinn fyrir ljóshærð-
an föður.
Sumir læknar velja sæðis-